Inga ósátt við Sigríði

Inga Sæland og Sigríður Á. Andersen tókust á í óundirbúnum …
Inga Sæland og Sigríður Á. Andersen tókust á í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Samsett mynd/mbl.is/Eggert Jóhannesson/Kristinn Magnússon

Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, var ósátt við ræðu Sig­ríðar Á. And­er­sen varðandi skip­un henn­ar í stjórn HMS í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag.

Sig­ríður gagn­rýndi Ingu harka­lega fyr­ir skip­un henn­ar í stjórn Hús­næðis og mann­virkja­stofn­un­ar rík­is­ins, sem kynni að fara í bága við jafn­rétt­is­lög, og hins veg­ar ákvörðun henn­ar um aðgerðarleysi gagn­vart Trygg­ing­ar­stofn­un rík­is­ins. 

Inga Sæ­land tók ekki vel í gagn­rýni Sig­ríðar og tók þá sterkt til mála og minnti á að hún hefði leiðrétt skip­un í stjórn HMS. Inga Sæ­land skaut þá fast að Sig­ríði og fór að rifja upp ráðherratíð henn­ar.

Þurfti MDE til að hrekja Sig­ríði úr embætti

„Það er í raun­inni með hrein­um ólík­ind­um að akkúrat þessi hátt­virt­ur þingmaður, Sig­ríður Á. And­er­sen, sem er einn af fáum ráðherr­um fyrr­ver­andi rík­is­stjórn­ar Íslands, hrökklaðist úr embætti og þurfti að segja af sér ráðherra­dómi vegna ein­streng­ings­legra ákv­arðana­taka, þvert á gild­andi lög. Það þurfti Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu [MDE] til að hrekja hana úr embætti vegna þess að svo fast sat hún.”

Sagðist hún horfa í augu Sig­ríðar með von um það að þær væru í raun­inni að gera sitt besta og væru í góðri trú að vinna að hag sam­fé­lags­ins sem þær voru kjörn­ar til að gera.

„Ég mun ganga hér fram af heiðarleika og ein­lægni í mín­um störf­um hér eft­ir sem hingað til, hvort held­ur það sé í stjórn­ar­and­stöðu sem ber pínu­lít­inn ann­an brag í störf­um okk­ar, held­ur en þegar við sitj­um í hæst­virtri rík­is­stjórn.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert