Jón Ólafur kjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins

Jón Ólafur Halldórsson, nýr formaður SA.
Jón Ólafur Halldórsson, nýr formaður SA. mbl.is/Eyþór

Jón Ólaf­ur Hall­dórs­son er nýr formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Til­kynnt var um kosn­ingu hans á aðal­fundi sam­tak­anna í dag. Kosn­ingaþátt­taka var 73,1% og hlaut Jón Ólaf­ur tæp­lega 98% at­kvæða.

Jón Ólaf­ur hef­ur starfað í þágu at­vinnu­lífs­ins allt frá ár­inu 2015 þegar hann tók sæti í stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins en hann hef­ur verið í fram­kvæmda­stjórn sam­tak­anna allt frá ár­inu 2018. Jón þekk­ir vel til þess að starfa sem formaður í Húsi at­vinnu­lífs­ins en hann sat í stjórn Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu frá ár­inu 2017 og var formaður SVÞ frá 2019 til 2025.

Fyr­ir­tæk­in horn­steinn sam­fé­lags­ins

„Það er mik­ill heiður að njóta trausts til að leiða SA, heild­ar­sam­tök at­vinnu­rek­enda á Íslandi,“ seg­ir Jón Ólaf­ur. „Hlut­verk Sam­taka at­vinnu­lífs­ins er fjöl­breytt og brýnt. SA hef­ur um ára­bil verið mik­il­væg rödd fyr­ir fyr­ir­tæk­in í land­inu, bæði hvað varðar hags­muna­gæslu og kjara­samn­ings­gerð en ekki síður stefnu­mót­un fyr­ir at­vinnu­lífið,“

„Það eru blik­ur á lofti í alþjóðamál­um og því brýnna en nokkru sinni að búa vel að ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um. Við í Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins erum líkt og áður til­bú­in í vinnu með stjórn­völd­um og al­menn­ingi við að styrkja stoðir sam­fé­lags­ins okk­ar og ávallt með hags­muni at­vinnu­lífs­ins í land­inu í fyrsta sæti. Fyr­ir­tæk­in eru ásamt fjöl­skyld­un­um horn­steinn sam­fé­lags­ins,“ seg­ir Jón enn frem­ur.


Jón Ólaf­ur er vél­tækni­fræðing­ur að mennt en hef­ur jafn­framt lokið MBA-námi frá Há­skóla Íslands með áherslu á fjár­mál fyr­ir­tækja. Hann hef­ur einnig lokið MS-námi í viðskipta­fræði frá sama skóla með áherslu á stefnu­mörk­un og stjórn­un fyr­ir­tækja. Enn frem­ur hef­ur Jón Ólaf­ur lokið AMP-námi við IESE-viðskipta­skól­ann í Barcelona.

Jón Ólaf­ur hef­ur und­an­far­in 30 ár unnið við stjórn­un­ar­störf í ís­lensku at­vinnu­lífi. Hann var for­stjóri Olís í sjö ár og starfaði hjá fé­lag­inu í 27 ár. Frá ár­inu 2021 hef­ur Jón Ólaf­ur sinnt ýms­um ráðgjaf­ar- og stjórn­ar­störf­um.

Jón Ólaf­ur er fædd­ur 1962, kvænt­ur Guðrúnu Atla­dótt­ur inn­an­húss­arki­tekt og eiga þau þrjú börn og fimm barna­börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert