Kona réðst á pizzusendil

Níu gistaí fangageymslum nú í morgunsárið.
Níu gistaí fangageymslum nú í morgunsárið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kona réðst á pizzu­sendil í miðborg­inni í gær­kvöld. Kon­an stal síma pizzu­sendils­ins og þegar hann reyndi að hafa uppi á henni réðst kon­an, sem var í ann­ar­legu ástandi, á hann með högg­um á and­lit hans. Hún var vistuð í fanga­klefa í þágu rann­sókn­ar máls­ins.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu vegna verk­efna henn­ar frá klukk­an 17 í gær til klukk­an 5 í morg­un. 74 mál bókuð í kerf­inu á tíma­bil­inu og gista níu í fanga­klef­um nú í morg­uns­árið.

Braut rúður á hót­eli

Lög­regl­an í miðborg­inni fékk til­kynn­ingu um mann sem var að brjóta rúður á hót­eli. Sá reynd­ist mjög ölvaður og var hann vistaður í fanga­klefa enda ekki ástandi til að vera á meðal al­menn­ings en svo seg­ir í pósti lög­regl­unn­ar.

Til­kynnt var um mann sem lét öll­um ill­um lát­um á hót­el­her­bergi. Hann hafði orð á því að hann myndi slást við lög­regl­una þegar hún kæmi á staðin. Rætt við mann­inn í her­berg­inu sem var í ann­ar­legu ástandi sök­um fíkni­efna. Inni í her­berg­inu mátti sjá meint fíkni­efni. Aðil­inn hand­tek­inn og flutt­ur á lög­reglu­stöð þar sem meiri fíkni­efni fund­ust í hans vörslu. Hann var vistaður í fanga­klefa.

Inn­brot á tveim­ur hót­el­um

Þá var til­kynnt um tvö inn­brot á hót­el­um í miðborg­inni. Á öðru hót­el­inu var stolið vega­bréfi og heyrnatól­um og á hinu var hurð spennt upp fyr­ir aft­an hót­elið og farið þar inn. Eng­inn var á staðnum þegar lög­reglu bar að garði. 

Til­kynnt um eld sem reynd­ist vera í grilli mat­sölustaðar. Greiðlega gekk að slökkva eld­inn af slökkviliðinu og eng­ar meiri­hátt­ar skemmd­ir í eld­hús­inu fyr­ir utan eld­un­ar­tækið.

Ber að ofan með bar­efli

Lög­reglu­stöð 3, sem sinn­ir Kópa­vogi og Breiðholti, fékk til­kynn­ingu um mann ber­an að ofan með bar­efli við hús­næði. Maður­inn var mjög ölvaður og var hand­tek­inn og vistaður í fanga­klefa sök­um ástand og brots á vopna­lög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert