Nýtt hitamet í maímánuði

Egilsstaðir.
Egilsstaðir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

25,8°C hiti mæld­ist á Eg­ilsstaðaflug­velli klukk­an 13:25 en hæsti hiti sem mælst hef­ur í maí­mánuði var áður 25,6°C. Það var á Vopnafirði 26. maí 1992. Frá þessu grein­ir Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur á Face­book-síðu sinni.

„Það eru marg­ir svona dag­ar eft­ir, sam­kvæmt spánni,“ sagði Svein­björn í sam­tali við blaðamann í dag.

Ein­ar seg­ir gott veður fram und­an, sér­stak­lega á Aust­ur­landi eða Norður­landi. Á Möðru­völl­um í Hörgár­dal náði hit­inn t.d. upp í 24°C í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert