Um 1.700 skjálftar hafa mælst

Hátt í 1,700 jarðskjálftar hafa mælst í hrinunni sem hófst …
Hátt í 1,700 jarðskjálftar hafa mælst í hrinunni sem hófst í fyrradag. mbl.is/Anton Guðjónsson

Ekk­ert lát er á skjálfta­hrin­unni sem hófst í grennd við Gríms­ey í fyrra­dag og hafa mælst um 1.700 skjálft­ar frá því að hrin­an hófst.

Stærsti skjálft­inn í hrin­unni varð í gær­morg­un sem var 5 að stærð og rétt fyr­ir miðnætti í gær mæld­ist skjálfti af stærðinni 3,8. Fjöl­marg­ir skjálft­ar hafa mælst það sem af er degi, sá stærsti 3 að stærð rétt fyr­ir klukk­an 10 í morg­un.

„Þessi hrina er enn í full­um gangi og skjálft­arn­ir koma í bylgj­um. Frá því klukk­an 6 í morg­un hafa verið að mæl­ast nokkr­ir skjálft­ar á milli 2-3 að stærð,“ seg­ir Stein­unn Helga­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Þor­vald­ur Þórðar­son, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði, sagði í sam­tali við mbl.is á þriðju­dag­inn að ekki væri hægt að úti­loka kviku­hreyf­ing­ar á þessu svæði.

Stein­unn seg­ir að lík­leg­ast sé um sniðgeng­is­hreyf­ing­ar á jarðskorp­unni að ræða. Hún seg­ir skjálfta­hrin­ur séu frek­ar al­geng­ar á þessu svæði og það geti al­veg komið skjálft­ar upp á 6 að stærð en Gríms­ey ligg­ur á þver­brota­belti. Virk­in er að mestu bund­in við svæði rétt aust­an við Gríms­ey.

„Við höf­um fengið marg­ar til­kynn­ing­ar frá fólki í Gríms­ey, á Ak­ur­eyri og á Dal­vík sem hafa fundið vel fyr­ir skjálftun­um,“ seg­ir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert