Varhugavert að hafa áhrif á fréttaumfjöllun RÚV

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskóla­ráðherra og Ingibjörg Isaksen, þingmaður …
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskóla­ráðherra og Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn Magnússon/Karítas

Ingi­björg Isak­sen, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Logi Ein­ars­son, menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráðherra, tók­ust á um hvort Alþingi ætti að skipta sér af fréttaum­fjöll­un RÚV í gagnaleka­mál­inu svo­kallaða.

Ingi­björg spurði Loga svara í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Alþingi í dag.

„Eins og alþjóð veit var ný­lega upp­lýst að trúnaðargögn úr lög­reglu­rann­sókn­um, m.a. sím­tala­skrár og rann­sóknar­upp­lýs­ing­ar sem áttu að vera í ör­uggri vörslu hjá embætti sér­staks sak­sókn­ara, hafi lent í hönd­um einkaaðila og í kjöl­farið orðið að um­fjöll­un­ar­efni hjá Rík­is­út­varp­inu, okk­ar rík­is­fjöl­miðli,“ sagði Ingi­björg.

Sagði hún frá því að trúnaðar­upp­lýs­ing­ar sem ein­stak­ling­ar áttu ekki von á að yrðu birt­ar op­in­ber­lega hefðu orðið að sjón­varps­um­fjöll­un.

„Þetta vek­ur eðli­leg­ar og brýn­ar spurn­ing­ar um hvernig meðferð ólög­mætra trúnaðar­gagna er háttað hjá Rík­is­út­varp­inu og hvaða ábyrgð hvíl­ir á þeim sem fara með stjórn þess þegar slík­ar upp­lýs­ing­ar eru birt­ar.“

Spurði hún því Loga hvort hann teldi mik­il­vægt að Alþingi myndi óska eft­ir sér­stakri skýrslu frá RÚV um „hvernig haldið sé utan um og farið með gögn sem upp­haf­lega eru í vörslu lög­reglu og einkum þau sem telj­ast þá ólög­mæt til dreif­ing­ar.“

Mun ekki hafa inn­grip í ein­staka frétta­öfl­un

Logi tók það sér­stak­lega fram að út­varps­stjóri væri ráðinn af stjórn RÚV.

Sagði hann að þó að ráðherra færi með eign­ar­hlut ís­lenska rík­is­ins þá væri stjórn RÚV með æðsta vald í mál­efn­um þess og bæri ábyrgð á rekstri.

„Ráðherra hef­ur ekki inn­grip og mun ekki hafa inn­grip í ein­staka efn­is­um­fjöll­un eða frétta­öfl­un að öðru leyti,“ sagði Logi.

Sagði hann að það yrðu ný­mæli ef póli­tísk af­skipti yrðu meiri af heim­ilda­öfl­un eða fréttaum­fjöll­un.

„Ég vara við því að Alþingi fari sér­stak­lega að sýsla með það um hvað er fjallað, með hvaða hætti gagna er aflað og annað slíkt.“

Nauðsyn­legt að gögn­in verði meðhöndluð af ábyrgð

Ingi­björg ít­rekaði þá að RÚV væri enn með í sinni vörðu viðkvæm­ar upp­lýs­ing­ar frá lög­reglu­yf­ir­völd­um og sér­stök­um sak­sókn­ara og að Logi væri hæ­stráðandi þrátt fyr­ir að það væri stjórn yfir RÚV.

„Að mínu mati er nauðsyn­legt að hæstv. ráðherra sjái til þess að þessi gögn verði meðhöndluð af ábyrgð og tryggt að frek­ari birt­ing þeirra skaði hvorki réttarör­yggi né traust al­menn­ings,“ sagði Ingi­björg.

Spurði hún hvort Logi væri virki­lega þeirr­ar skoðunar að Alþingi ætti ekki að aðhaf­ast frek­ar í mál­inu í ljósi þess að hlut­verk Alþing­is væri að hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd­ar­vald­inu.

Ráðherra eigi ekki að hafa áhrif á frétta- og heim­ilda­öfl­un

Logi sagði þá dap­ur­legt að Ingi­björg skyldi ýja að því að feta þessa slóð sem hún ræddi um.

„Við vær­um þá kom­in á ein­hvern allt ann­an stað varðandi sam­band stjórn­mála og frjálsr­ar fjöl­miðlun­ar ef við fær­um að rann­saka þetta með þess­um hætti,“ sagði hann.

Ráðherra, jú, hann er yfir RÚV, en það þýðir ekki að hann eigi, megi eða geti vaðið þar inn og haft áhrif á frétt­ir og frétta­öfl­un og heim­ilda­öfl­un. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert