Vill Fossvogsbrú í endurmat

Brúin er ætluð fyrir almenningssamgöngur, ásamt gangandi og hjólandi umferð. …
Brúin er ætluð fyrir almenningssamgöngur, ásamt gangandi og hjólandi umferð. Henni er ætlað að vera „krúnudjásn“. Ljósmynd/Tölvumynd

Af­greiðslu til­lögu Sjálf­stæðis­flokks­ins, um að fram­kvæmd­ir við Foss­vogs­brú verði tekn­ar til end­ur­mats vegna hinn­ar miklu kostnaðar­aukn­ing­ar sem orðið hef­ur á verk­efn­inu frá því það var fyrst kynnt til sög­unn­ar, var frestað á fundi um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar í gær.

Marta Guðjóns­dótt­ir borg­ar­full­trúi lagði til­lög­una fram og kveðst hún von­ast til þess að hún verði tek­in til af­greiðslu hið fyrsta.

Í til­lög­unni er mælt fyr­ir um að Reykja­vík­ur­borg beiti sér fyr­ir því að sam­starfsaðilar sam­göngusátt­mál­ans end­ur­meti fram­kvæmd­ir við Foss­vogs­brú og hvort mögu­lega verði fallið frá þeim eða hag­kvæm­ari lausn fund­in á teng­ingu al­menn­ings­sam­gangna á milli Reykja­vík­ur og Kárs­ness í Kópa­vogi. Áætlaður kostnaður við fram­kvæmd­ina hafi enda rokið upp úr 2,25 millj­örðum í 8,8 millj­arða sem sé nærri fjór­föld­un frá upp­haf­legri áætl­un. Það veki spurn­ing­ar um áætlana­gerð og fjár­mála­stjórn verk­efn­is­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert