Rafmagnslaust úti á Granda og verslunum lokað

Mynd tekin við Nettó á Granda.
Mynd tekin við Nettó á Granda. Ljósmynd/Aðsend

Raf­magns­laust er í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur og úti á Granda. Þar hef­ur versl­un­um á borð við Bón­us, Krónu, Nettó og Rúm­fa­tala­gern­um, Elko og For­lags­ins verið lokað tíma­bundið vegna raf­magns­leys­is­ins. 

„Það er há­spennu­bil­un við Grandag­arð og ná­grenni.“ Meðal gatna þar eru Ánanaust, Mýr­ar­gata og Fiskislóð. 

„Við erum að greina bil­un­ina og von­umst til þess að raf­magn verði komið á sem fyrst. Við mun­um upp­færa á vef okk­ar fram­vind­una og hvernig viðgerð geng­ur,“ seg­ir Silja Ing­ólfs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Veitna.   

Frétt­in hef­ur verið upp­færð. 

Umferðarljós á Hringbraut liggja niðri.
Um­ferðarljós á Hring­braut liggja niðri. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert