Tvær þyrlur og flugvél sendar að skemmtiferðaskipi

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Tvær þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar auk eft­ir­lits­flug­vél­ar eru að und­ir­búa sjúkra­flutn­ing í skemmti­ferðaskip sem er staðsett 150 sjó­míl­ur aust­ur af Langa­nesi.

Þetta seg­ir Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar, í sam­tali við mbl.is en út­kallið barst vegna veik­inda farþega um borð í skemmti­ferðaskip­inu.

„Í svona út­köll­um langt út á hafsvæði þá þarf að kalla út tvær þyrl­ur og sömu­leiðis flug­vél­ina sem flýg­ur á und­an til að aðstoða við fjar­skipti og finna út hag­stæðustu flug­leiðina,“ seg­ir Ásgeir. Hann seg­ir að önn­ur þyrl­an verði til­bú­in í viðbragðsstöðu eins og alltaf sé þegar farið er út fyr­ir 20 sjó­míl­ur.

Hann seg­ir ekki mörg út­köll þar sem er farið er svona langt út á hafsvæðið en þegar þannig hátti til þá þarfn­ist það tölu­vert skipu­lag.

Sjá má staðsetningu skipsins lengst til hægri og í efra …
Sjá má staðsetn­ingu skips­ins lengst til hægri og í efra horn­inu á þessu korti. Kort/​Mar­ine Traffic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert