Biður auðmjúkur um hjálp

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Ég er bú­inn að reyna að láta orðið ber­ast og í dag birti ég mynd­skeiðið á sam­fé­lags­miðlum mín­um.“

    Þetta seg­ir Hilm­ar Daní­el Val­geirs­son, sem er í afar sér­stakri stöðu, sem eig­andi hús­næðis­ins við Aðal­götu 6b á Sigluf­irði, en húsið eyðilagðist í ofsa­veðri í sept­em­ber 2023.

    Hilm­ar fékk hvorki bæt­ur frá trygg­ing­um né ham­fara­sjóði og Heil­brigðis­eft­ir­litið á Norður­landi vestra hef­ur sett þær kvaðir á Hilm­ar að hann fjar­lægi rúst­ir húss­ins á eig­in kostnað.

    Hann seg­ir mál sitt í raun eins­dæmi. „Það má segja að ég sé frum­kvöðull, því miður í þessu til­felli.

    Íslend­ing­ar geti lært af mál­inu

    Hilm­ar seg­ir Íslend­inga geta lært af máli sínu og mik­il­vægi þess að sam­fé­lagið standi sam­an þegar fólk lendi í því að ekk­ert grípi það í aðstæðum sem þess­um.

    Bæj­ar­fé­lagið hef­ur hjálpað Hilm­ari eins og hægt hef­ur verið og er hann þakk­lát­ur fyr­ir það. Í sam­tali við mbl.is á dög­un­um sagðist hann eiga eitt úrræði eft­ir. Að ákalla bæj­ar­búa til aðstoðar við að rífa húsið.

    Bruggs­miðjan Seg­ull 67 legg­ur hönd á plóg

    Í mynd­skeiði, sem sjá má í spil­ar­an­um að ofan, biðlar Hilm­ar til sam­fé­lags­ins.

    „Ef þú get­ur gefið tíma, hæfni eða búnað væri það afar þakk­arvert. Handafl skipt­ir máli og ég trúi því að hver og einn geti lagt sitt af mörk­um.“

    Hilm­ar seg­ir fé­laga­sam­tök­in Ver­ald­ar­vini og nokkra vini sína þegar hafa boðað komu sína og þá seg­ir hann að ná­grann­ar sín­ir í bruggs­miðjunni Seg­ull 67 muni mæta um næstu helgi, með til­boð fyr­ir viðstadda og breyta leiðinda­máli í skemmti­leg­an viðburð.

    Vinn­an hefst föstu­dag­inn 23. maí og verður unnið dag­lega þar til verk­inu er lokið. Hilm­ar tel­ur að hreins­un­ar­starf geti tekið allt að tvær vik­ur.

    „Ég trúi á hið góða fólk Fjalla­byggðar og bið auðmjúk­ur um hjálp við að rífa rúst­irn­ar.“

    Hilmar Daníel Valgeirsson er eigandi að Aðalgötu 6b. sem fór …
    Hilm­ar Daní­el Val­geirs­son er eig­andi að Aðal­götu 6b. sem fór illa í óveðri árið 2023. Ljós­mynd/​Aðsend
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert