Lögregla við það að glutra um 137 milljónum í fasteignaviðskipum

Lögregla innsiglaði Herkastalann og gerði kyrrsetningu upp á um 190 …
Lögregla innsiglaði Herkastalann og gerði kyrrsetningu upp á um 190 milljónir króna í mars í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allt bend­ir til þess að ákvörðun Lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu leiði til þess að vel á annað hundrað millj­ón­ir króna glutrist við sölu á Her­kastal­an­um við Kirkju­stræti 2. Pen­ing­arn­ir töpuðust þegar lög­regla ákvað að samþykkja ekki til­boð frá fast­eigna­fé­lagi upp á rúm­an millj­arð króna í fast­eign­ina. 

Í fram­hald­inu fór Her­kastal­inn, sem var í eigu fé­lags Quang Le, NQ fast­eign­ir, á nauðung­ar­upp­boð og þar feng­ust 865 millj­ón­ir króna fyr­ir húsið. Sama fast­eigna­fé­lag keypti eign­ina þar og hafði upp­haf­lega gert til­boð sem samþykkt var af Quang Le. 

Ástæða þess að lög­regla gæt­ir hags­muna þegar kem­ur að sölu á Her­kastal­an­um helg­ast af því að hún kyrr­setti um 190 millj­ón­ir króna með veði í fast­eign­inni í mars í fyrra þegar aðgerðir tengd­ar starf­semi Quang Le fóru fram. Útlit er fyr­ir að lög­regla fái um þrjár millj­ón­ir króna af söl­unni í sína vörslu í stað 137 millj­óna króna. 

Lög­regl­an þurfti að gefa eft­ir

Þegar kauptil­boð upp á millj­arð og tíu millj­ón­ir var samþykkt fyrr á ár­inu var það gert með fyr­ir­vör­um um fjár­mögn­un en einnig þurfti til samþykki lög­regl­unn­ar vegna kyrr­setn­ing­ar­inn­ar sem hún veitti ekki. 

Hefði lög­regl­an samþykkt kaup­in hefði hún þurft að gefa eft­ir tæp­ar 60 millj­ón­ir króna af kyrr­setn­ing­unni sök­um þess að það var sú upp­hæð sem hvíldi á fast­eign­inni um­fram virði henn­ar. Með öðrum orðum var eign­in veðsett upp í botn auk þess sem áhvílandi voru tæp­ar 60 millj­ón­ir króna sem voru um­fram til­boðsverðið.

Hefði lög­regla gengið að til­boðinu hefði hún fengið 137 millj­ón­ir króna inn á vörslu­reikn­ing hjá Sýslu­manni. Þeir fjár­mun­ir hefðu eft­ir sem áður verið kyrr­sett­ir. 

Frá aðgerðum lögreglu við Herkastalann á síðasta ári.
Frá aðgerðum lög­reglu við Her­kastal­ann á síðasta ári. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Lög­regla hafnaði hins veg­ar að ganga að til­boðinu. Fyr­ir vikið fór Her­kastal­inn á nauðung­ar­upp­boð þann 8. apríl og hæsta til­boð var 865 millj­ón­ir króna eða um 145 millj­ón­um króna minna en upp­haf­lega til­boðið hljóðaði upp á. Frest­ur til að taka hæsta boði renn­ur út 2. júní. Kunn­ug­ir segja að ólík­legt sé að annað til­boð ber­ist áður en frest­ur er úti vegna um­fangs viðskipt­anna þó að það sé ekki úti­lokað. 

Þrjár millj­ón­ir eft­ir fyr­ir meint fórn­ar­lömb 

Þegar tekið hef­ur verið til­lit við kostnað við nauðung­ar­sölu og annað standa að óbreyttu eft­ir um þrjár millj­ón­ir millj­ón­ir króna sem lög­regl­an fær í sína vörslu eft­ir söl­una. Aðrir veðhaf­ar, banki og út­gef­end­ur trygg­inga­bréfa sem eru fyrr í veðrétt­arröðinni fá sinn hlut greidd­an. 

Þetta þýðir það að ef lög­regla ákær­ir Quang Le og málið end­ar með sak­fell­ingu hans verða um þrjár millj­ón­ir króna til skipt­anna fyr­ir t.a.m. meint fórn­ar­lömb í mál­inu í stað þess að 137 millj­ón­ir verði til skipt­anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert