Fagna því að réttaróvissu sé eytt

Samtök iðnaðarins telja að í niðurstöðu Hæstaréttar felist staðfesting á …
Samtök iðnaðarins telja að í niðurstöðu Hæstaréttar felist staðfesting á lagagildi hagræðingarákvæða búvörulaga sem skapi skilyrði fyrir hagræðingu í kjötvinnslu og auki svigrúm kjötvinnslustöðva til að starfa með hagkvæmari og markvissari hætti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­tök iðnaðar­ins (SI) fagna því að Hæstirétt­ur hafi með ný­fölln­um dómi eytt réttaró­vissu um bú­vöru­lög­in.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá SI.

Mála­til­búnaði Innn­es hafnað

Í til­kynn­ing­unni rekja SI að aðkallandi hagræðingaráform hafi verið stöðvuð með til­heyr­andi óvissu og til­kostnaði eft­ir dóm héraðsdóms.

Þannig hafi laga­heim­ild­ir til hagræðing­ar ekki enn komið til fram­kvæmda þrátt fyr­ir að telj­ast í rúmt ár til gild­andi laga.

Þá rekja SI að í dómn­um sé mála­til­búnaði Innn­es gagn­vart sam­keppnis­eft­ir­lit­inu hafnað og að með laga­setn­ing­unni og und­anþágum til handa inn­lend­um fram­leiðend­um hafi aðilum verið mis­munað í and­stöðu við 65. gr. stjórn­ar­skrár Íslands.

Skap­ar skil­yrði fyr­ir hagræðingu

„Í niður­stöðunni felst staðfest­ing á laga­gildi hagræðing­ar­á­kvæða bú­vöru­laga sem skap­ar skil­yrði fyr­ir hagræðingu í kjötvinnslu og eyk­ur svig­rúm kjötvinnslu­stöðva til að starfa með hag­kvæm­ari og mark­viss­ari hætti.

Það er í takt við það sem tíðkast ann­ars staðar í Evr­ópu, þar sem stjórn­völd hafa skapað skýr­an lag­aramma fyr­ir sam­starf fyr­ir­tækja í land­búnaði og heim­ild­ir til hag­kvæmr­ar fram­leiðslu afurða án þess að slíkt telj­ist ganga gegn sam­keppn­is­regl­um eða sam­keppn­is­hags­mun­um.“

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að SI fagni því að Hæstirétt­ur hafi fall­ist á að skýr heim­ild sé til staðar fyr­ir sam­starf kjötvinnslu­stöðva með hagræðingu að leiðarljósi.

Slíkt fyr­ir­komu­lag stuðli að auk­inni hag­kvæmni í rekstri, bættri nýt­ingu fjár­fest­inga og bæti stöðu ís­lenskr­ar mat­væla­fram­leiðslu gagn­vart er­lend­um sam­keppn­isaðilum.

Þá telja SI brýnt að stjórn­völd tryggi áfram skýra og stöðuga lög­gjöf sem veiti fyr­ir­sjá­an­leika og styðji við hag­kvæma og sjálf­bæra mat­væla­fram­leiðslu á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert