Atkvæðagreiðsla um sameiningu í desember

Magnús Magnússon er formaður verkefnisstjórnar vegna óformlegra viðræðna um sameiningu …
Magnús Magnússon er formaður verkefnisstjórnar vegna óformlegra viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna. Hann er jafnframt formaður byggðarráðs Húnaþings vestra. Ljósmynd/Aðsend

Form­leg­ar viðræður um sam­ein­ingu Dala­byggðar og Húnaþings vestra munu hefjast á næst­unni. Stefnt er að því að kosið verði um sam­ein­ing­una í hvoru sveit­ar­fé­lagi fyr­ir sig í des­em­ber.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Magnús Magnús­son, formaður verk­efn­is­stjórn­ar um sam­ein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna, viðræður milli sveit­ar­fé­lag­anna hafa gengið vel. Verk­efn­is­stjórn­in hafi fundað fjór­um sinn­um síðan í janú­ar, og haldn­ir hafi verið íbúa­fund­ir í báðum sveit­ar­fé­lög­um.

Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarni Húnaþings vestra.
Hvammstangi er stærsti þétt­býliskjarni Húnaþings vestra. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

 Meiri slag­kraft­ur

Hann seg­ir sveit­ar­fé­lög­in keim­lík hvað varði upp­bygg­ingu og at­vinnu – dreif­býl land­búnaðarsam­fé­lög með einn sterk­an þétt­býliskjarna hvort um sig. Sam­ein­ing­in feli í sér tæki­færi hvað varðar fjár­hag sveit­ar­fé­lag­anna og einnig mögu­lega betri og sér­hæfðari þjón­ustu hjá sam­einuðu sveit­ar­fé­lagi.

Einnig sé meiri slag­kraft­ur fólg­inn í stærra sveit­ar­fé­lagi, sér­stak­lega gagn­vart rík­is­vald­inu og op­in­ber­um innviðastofn­un­um.

Vill leggja þetta í hend­ur íbúa

Magnús seg­ir viðbrögð íbúa hafa verið heilt yfir já­kvæð.

„Fund­irn­ir hafa reynst upp­lýs­andi fyr­ir íbúa og góðar upp­byggi­leg­ar umræður fóru fram um áskor­an­ir og tæki­færi varðandi mögu­lega sam­ein­ingu.“

Magnús segir Dalabyggð og Húnaþing vestra keimlík sveitarfélög.
Magnús seg­ir Dala­byggð og Húnaþing vestra keim­lík sveit­ar­fé­lög. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Magnús vill ekki tjá sig um hversu lík­legt hann telji að sam­ein­ing­in verði, en seg­ir all­ar viðræður hafa gengið vel. „Við vilj­um leggja þetta í hend­ur íbúa“.

Á sveit­ar­stjórn­ar­fundi þann 8. maí sl. samþykkti sveit­ar­stjórn Húnaþings vestra að vísa til­lögu um form­leg­ar sam­ein­ing­ar­viðræður Húnaþings vestra og Dala­byggðar til seinni umræðu á næsta reglu­lega sveit­ar­stjórn­ar­fundi í júní. Hið sama gerði sveit­ar­stjórn Dala­byggðar á sveit­ar­stjórn­ar­fundi þann sama dag.

Fleiri sveit­ar­fé­lög í sam­ein­ing­ar­viðræðum

Óform­leg­ar viðræður milli fleiri sveit­ar­fé­laga hafa verið samþykkt­ar á sveit­ar­stjórn­ar­fund­um víðs veg­ar um land, til að mynda milli Kaldr­ana­nes­hrepps og Árnes­hrepps.

Árnes­hrepp­ur er næst­fá­menn­asta sveit­ar­fé­lag Íslands og Kaldr­ana­nes­hrepp­ur verm­ir fimmta sætið á þeim lista. Sveit­ar­stjórn Kaldr­ana­nes­hrepps samþykkti einnig samn­ing um inn­göngu sveit­ar­fé­lags­ins í Brot­hætt­ar byggðir, verk­efni á veg­um Byggðastofn­un­ar til að sporna við viðvar­andi fólks­fækk­un í smærri byggðarlög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert