Íbúi segir hverfinu haldið í heljargreipum

00:00
00:00

Íbúar við Skyggn­is­braut í Úlfarsár­dal eru ótta­slegn­ir yfir því ástandi sem skap­ast hef­ur í hverf­inu. Al­var­leg stungu­árás var í gær fram­in þar um há­bjart­an dag, þar sem einn var hand­tek­inn og ann­ar hlaut al­var­lega áverka. 

Íbúi í hverf­inu sem ekki vill láta nafn síns getið seg­ir árás­ina, sem hann varð vitni að, ekki vera eins­dæmi og að lög­regla hafi ít­rekað verið kölluð til og haft af­skipti af sömu mönn­um og viðriðnir voru árás­ina í gær. 

Íbú­inn seg­ir um hóp er­lendra manna að ræða og að þeir haldi hverf­inu í helj­ar­greip­um með of­beldi en einnig áreitni í garð ná­granna. 

Á mynd­skeiðum sem náðust af árás­inni má sjá þegar árás­armaður­inn ræðst að tveim­ur mönn­um úti á miðri götu með stóru eggvopni sem lík­ist sveðju. Fjöldi fólks varð vitni að árás­inni, þar á meðal börn sem voru á leið heim úr skóla þegar árás­in varð.

Attach­ment: "" nr. 11919

Kon­ur áreitt­ar af sömu mönn­um

Er þetta í fyrsta sinn sem svona á sér stað í hverf­inu?

„Nei, þetta er ekki í fyrsta skipti sem hringja þarf á lög­regl­una. Lög­regl­an hef­ur marg oft komið hingað og haft af­skipti. Fyr­ir jól var líka maður með sveðju að reyna brjót­ast inn í sömu blokk,“ seg­ir íbú­inn.

„Þá hef­ur kona í þess­ari blokk þurft að láta mann­inn sinn fylgja sér niður í bíla­kjall­ara, þar sem hún þorir ekki að fara ein af ótta við þessa menn.“

Íbú­inn tek­ur jafn­framt fram að um menn af ar­ab­ísk­um upp­runa sé að ræða. 

„Þess­ir menn eru bara að áreita kon­ur hér,“ seg­ir hann.

„Þetta er bara ekki eitt­hvað sem maður er van­ur. Og þetta lít­ur ekki vel út ef þetta á að verða dag­legt brauð.“

Börn í næsta ná­grenni þegar árás­in varð

Þá seg­ist íbú­inn einnig vera þakk­lát­ur því að ekki hafi farið verr þegar árás­in varð. sér­stak­lega miðað við hve mörg börn voru skammt und­an þegar árás­in varð. 

„Það er mjög mikið af börn­um og ung­ling­um á ferðinni akkúrat þegar áras­in verður. Son­ur minn og vin­ur hans voru ný­komn­ir upp brekk­una og voru ekki langt frá þegar þetta ger­ist,“ seg­ir hann.

„Svona hegðun í um­hverfi manns veld­ur manni bara veru­leg­um óþæg­ind­um, sér­stak­lega þegar líf barna manns er í hættu.“

Íbúi í hverfinu sem ekki vill láta nafn síns getið …
Íbúi í hverf­inu sem ekki vill láta nafn síns getið seg­ir árás­ina, sem hann varð vitni að, ekki vera eins­dæmi. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert