Eldgosasýning í Perlunni „geggjaður aukaréttur“

Gestir fylgdust með tilkomumikilli sýningunni.
Gestir fylgdust með tilkomumikilli sýningunni. mbl.is/Eyþór

For­stjóri Perlunn­ar seg­ist vera hæst­ánægður með að vera treyst fyr­ir því að eign­ast og reka áfram þetta vin­sæla kenni­leiti borg­ar­inn­ar í Öskju­hlíð.

Í morg­un var und­ir­ritaður kaup­samn­ing­ur á milli Reykja­vík­ur­borg­ar og Perlunn­ar þró­un­ar­fé­lags ehf. upp á 3,5 millj­arða króna vegna Perlunn­ar og tveggja tanka henn­ar af sex. Samn­ing­ur­inn var und­ir­ritaður í nýj­um sýn­ing­ar­skála í Perlunni og þar verður ein­mitt sýn­ing opnuð í næsta mánuði sem er ætlað að hjálpa fólki að upp­lifa eld­gos á eins raun­veru­leg­an hátt og mögu­legt er. Sú hug­mynd fædd­ist í janú­ar í fyrra. 

Bruni, gjaldþrot flug­fé­lags og Covid

„Við erum að vinna áfram náið með Reykja­vík­ur­borg og erum stolt af því að vera treyst fyr­ir þessu,” seg­ir for­stjór­inn Gunn­ar Gunn­ars­son, sem ræddi við blaðamann eft­ir að til­komu­mik­il sýn­ing­in hafði verið sýnd viðstödd­um.

Gunnar Gunnarsson í nýja sýningarsalnum í Perlunni.
Gunn­ar Gunn­ars­son í nýja sýn­ing­ar­saln­um í Perlunni. mbl.is/​Eyþór

„Við skrifuðum und­ir leigu­samn­ing­inn 2016. Við erum búin að reka þetta núna í tíu ár, við erum búin að fara í gegn­um bruna, fara í gegn­um gjaldþrot flug­fé­lags, fara í gegn­um Covid og við erum hér enn,” bæt­ir hann við um rekst­ur Perlunn­ar þró­un­ar­fé­lags ehf. „Þetta er búið að vera áhuga­vert ferðalag en við erum kom­in á góðan stað í dag.”

500 millj­óna sýn­ing

Í kaup­samn­ingn­um felst að Reykja­vík­ur­borg á for­kaups­rétt að Perlunni. Aðrar kvaðir eru þær að Perl­an skal nýtt und­ir afþrey­ing­ar­tengda starf­semi, auk þess sem grunn­skóla­börn í Reykja­vík fá að koma í skipu­lagðar heim­sókn­ir í nátt­úrusafn Perlunn­ar tví­veg­is á skóla­göng­unni end­ur­gjalds­laust.

Gunn­ar seg­ir fyr­ir­tæki sitt ætla að reka Perluna áfram um ókom­in ár, það sé ekki að tjalda til einn­ar næt­ur og er hann afar bjart­sýnn á framtíðina í Öskju­hlíðinni.  

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Gunnar Gunnarsson við undirritun samningsins.
Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri og Gunn­ar Gunn­ars­son við und­ir­rit­un samn­ings­ins. mbl.is/​Eyþór

„Ég held að með því að frum­sýna sýn­ingu í Reykja­vík sem kost­ar 500 millj­ón­ir til að auka við upp­lif­un Reyk­vík­inga og gesta seg­ir mjög mikið um hvar við erum að tjalda. Við elsk­um þetta verk­efni og ætl­um að vera í því eins lengi og við höf­um krafta og þor og dug til,” svar­ar Gunn­ar, glaður í bragði.  

400 þúsund miðar í fyrra

Spurður hvort eld­gosa­sýn­ing­in verði helsta aðdrátt­ar­aflið eft­ir að hún opn­ar bend­ir hann á að í Perlunni sé nú þegar ein­stakt safn, hannað af helstu sér­fræðing­um lands­ins.

„Það skipt­ir engu máli hvert þú lít­ur, við erum með jarðfræðinga og líf­fræðinga og alla sem koma að því að búa til ein­stakt nátt­úrusafn á heimsvísu. Þetta er viðbót við það, þetta er bara geggjaður auka­rétt­ur, við vor­um með fjög­urra rétta en nú erum við kom­in með fimm rétta, sjö rétta eða níu rétta,” seg­ir hann jafn­framt en um 400 þúsund miðar voru seld­ir í Perluna á síðasta ári.

„Með því að bæta við svona sýn­ingu sem ekki er til í heim­in­um trú­um við því að gest­ir labbi ennþá ánægðari í burtu, ef hægt er, vegna þess að við erum besta afþrey­ing á Íslandi, sam­kvæmt Tripa­dvisor.”

Spurður nán­ar út í kaup­samn­ing­inn sem var und­ir­ritaður í morg­un og hvort Perl­an þró­un­ar­fé­lag hafi sóst lengi eft­ir því að kaupa seg­ir hann svo ekki vera. Reykja­vík­ur­borg hafi ein­göngu aug­lýst eign­ina til sölu, sett lág­marks­verð á hana og fé­lagið hafi verið eini kaup­and­inn sem upp­fyllti skil­yrðin.

Heiða Björg og Gunnar.
Heiða Björg og Gunn­ar. mbl.is/​Eyþór

Vill fleiri Íslend­inga í heim­sókn

Gunn­ar hvet­ur Íslend­inga til að láta sjá sig í Perlunni og njóta þeirr­ar afþrey­ing­ar sem er þar í boði, þeir séu hjart­an­lega vel­komn­ir líkt og er­lendu ferðamenn­irn­ir.

„Þetta er full­komið svæði fyr­ir alla. Ef þú hugs­ar til þess að ein­göngu 4% Íslend­inga koma hingað á sýn­ingu sem er ein­stök á heims­mæli­kv­arða. Menn gleyma því stund­um hvað er í nærum­hverfi sínu, þannig að ég skora á Íslend­inga til að koma og kíkja í heim­sókn og segja hæ.”

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert