Lögreglan hefur lagt hald á vopnið

Frá aðgerðum lög­reglu í Úlfarsárdal í fyrradag.
Frá aðgerðum lög­reglu í Úlfarsárdal í fyrradag. mbl.is/Karítas

Ástand manns­ins sem var stung­inn í kviðar­hol með stór­um eld­hús­hnífi í Úlfarsár­dal í fyrra­dag er stöðugt og gert er ráð fyr­ir að tek­in verði af hon­um skýrsla í dag.

Þetta seg­ir Ævar Pálmi Pálma­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is. 

Lög­regl­an hef­ur lagt hald á vopnið en karl­maður um fer­tugt, sem er grunaður um að hafa stungið mann á fimm­tugs­aldri, var í gær úr­sk­urðaður í viku­langt gæslu­v­arðhald. Var það gert á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna að kröfu lög­regl­unn­ar.

Kom­in ágæt mynd á það sem gerðist

„Rann­sókn máls­ins held­ur áfram. Gagna­öfl­un stend­ur yfir og það er enn verið að ræða við vitni sem voru á staðnum og þá erum við með tals­vert af mynd­efni. Það er kom­in ágæt mynd á það sem gerðist á þess­um tíma og svo er verið að kanna hver aðdrag­and­inn að árás­inni var,“ seg­ir Ævar Pálmi.

Íbúar við Skyggn­is­braut í Úlfarsár­dal eru ótta­slegn­ir yfir því ástandi sem skap­ast hef­ur í hverf­inu. Íbúi í hverf­inu sem ekki vill láta nafns síns getið seg­ir árás­ina sem hann varð vitni að ekki vera eins­dæmi og að lög­regla hafi ít­rekað verið kölluð til að hafa af­skipti af sömu mönn­um og voru viðriðnir árás­ina í fyrra­dag.

Íbú­inn sagði við mbl.is að um hóp er­lendra manna hafi verið að ræða og haldi þeir hverf­inu í helj­ar­greip­um með of­beldi sem og áreitni í garð ná­granna.

Árás­armaður­inn réðst að tveim­ur mönn­um úti á miðri götu með stór­um eld­hús­hnífi og varð fjöldi fólks vitni að árás­inni, þar á meðal börn sem voru á leið heim úr skóla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert