Átti miða en sleppti því að fara á leikinn

Kveikt var í rauðum blysum er Englandmeistararnir mættu á Anfield-leikvanginn …
Kveikt var í rauðum blysum er Englandmeistararnir mættu á Anfield-leikvanginn með rútunni í gær. AFP/Paul Ellis

Sverr­ir Gauti Hilm­ars­son, ís­lensk­ur stuðnings­maður enska knatt­spyrnuliðsins Li­verpool, seg­ir að gær­dag­ur­inn í Li­verpool-borg hafi verið al­gjör­lega ein­stak­ur.

Sverr­ir er stadd­ur í borg­inni en lið Li­verpool lyfti í gær Eng­lands­meist­ara­bik­arn­um í 20. sinn. Það varð ljóst fyr­ir tæp­um mánuði að læri­svein­ar Arnes Slots væru orðnir Eng­lands­meist­ar­ar en bik­ar­inn fór loks á loft í gær í kjöl­farið á 1:1-jafn­tefl­is­leik gegn Crystal Palace.

„Þetta var ein­fald­lega geðveik upp­lif­un. Ég var með miða á leik­inn en ég endaði með því að fara ekki á leik­inn sjálf­an. Ég var við völl­inn og var með miða en ákvað svo að vera bara fyr­ir utan. Það var svo geðveik stemn­ing fyr­ir utan að það var meiri upp­lif­un að vera úti en inni. Ég labbaði fram hjá KOP-stúk­unni og þá voru þar fimm þúsund manns hopp­andi og öskr­andi með rauð blys,“ seg­ir Sverr­ir í sam­tali við blaðið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert