Rekstrarstöðvun í ágúst að óbreyttu

PCC BakkiSilicon á Húsavík glímir við erfiða stöðu.
PCC BakkiSilicon á Húsavík glímir við erfiða stöðu. mbl.is/Hari

Rekstr­arstaða PCC BakkaSilicon á Húsa­vík er grafal­var­leg og að öllu óbreyttu má reikna með að verk­smiðjan fari í rekstr­ar­stöðvun í lok ág­úst­mánaðar, að sögn Njáls Trausta Friðberts­son­ar þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Njáll seg­ir að nauðsyn­legt sé að grípa til aðgerða. „Við höf­um kallað eft­ir því að fjár­málaráðuneytið skoði álagn­ingu und­ir­verðstolla. Málið hef­ur verið í at­vinnu­vega­nefnd en við í nefnd­inni höf­um sent það til efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar, enda fer hún með um­sjón með tollaum­ræðum í þing­inu,“ seg­ir Njáll í sam­tali við blaðið.

Kári Marís Guðmunds­son for­stjóri PCC sagði fyrr í mánuðinum í sam­tali við blaðið að staða verk­smiðjunn­ar væri mjög dökk og að ef hún myndi ekki batna á næstu vik­um væri rekstr­ar­stöðvun yf­ir­vof­andi, þótt eng­in ákvörðun hefði verið tek­in um það.

Njáll tel­ur að ef bjarga eigi rekstri fyr­ir­tæk­is­ins sé óhjá­kvæmi­legt að leggja und­ir­verðstolla á inn­flutt­an kís­il. „Ég tel það vera eitt af því sem þurfi að ger­ast og þess vegna vildi ég taka þetta mál upp í nefnd­um þings­ins. Við í at­vinnu­vega­nefnd feng­um gesti frá Húsa­vík, Sam­tök­um iðnaðar­ins og verk­smiðjunni til okk­ar á nefnd­ar­fund á föstu­dag­inn fyr­ir rúmri viku. Ég tel að það sé gríðarlega mik­il­vægt að fá að heyra sjón­ar­mið ým­issa aðila til þess að við átt­um okk­ur á stöðu mála al­mennt er tengj­ast þess­ari fram­leiðslu,“ seg­ir Njáll spurður hvort hann telji að leggja þurfi á und­ir­verðstolla.

Njáll seg­ist hafa áhyggj­ur af því að 85% af heims­fram­leiðslu á kís­il­málmi fari fram í Kína, enda sé um hernaðarlega mik­il­væg­an málm að ræða. Mik­il­vægt er að hans mati að fá­gæt­is­málm­ar séu fram­leidd­ir í okk­ar heims­hluta, enda sé einnig um ör­ygg­is- og varn­ar­mál að ræða. PCC Bakk­iSilicon verði þannig fyr­ir barðinu á alþjóðleg­um vanda, að sögn Njáls.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert