Stytta opnunartíma í sex leikskólum

Verkefnið var tilraunaverkefni til tveggja ára.
Verkefnið var tilraunaverkefni til tveggja ára. mbl.is/Árni Sæberg

Skóla- og frí­stundaráð Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur samþykkt að stytta opn­un­ar­tíma sex leik­skóla í borg­inni. Breyt­ing­in tek­ur gildi 1. sept­em­ber og kem­ur til vegna þess hve fáir for­eldr­ar nýta sér lengri opn­un­ar­tíma leik­skól­anna auk kostnaðar. 

Árið 2022 var farið í til­rauna­verk­efni á veg­um borg­ar­inn­ar þar sem einn eða tveir leik­skól­ar í hverju hverfi voru opn­ir til klukk­an 17. Þeir leik­skól­ar sem tóku þátt í verk­efn­inu voru: Bakka­borg, Haga­borg, Heiðaborg, Kletta­borg, Lang­holt og Ævin­týra­borg við Naut­hóls­veg. 

Verk­efnið átti að vera til tveggja ára og í upp­hafi verk­efn­is­ins voru sjö for­eldr­ar sem nýttu sér lengri opn­un­ar­tíma. Þegar mest var voru 10 for­eldr­ar sem nýttu sér opn­un­ina en í maí voru for­eldr­ar eins barns sem nýtti sér úrræðið.

Áætlað er að kostnaður vegna lengri opn­un­ar­tíma sé um 325 þúsund krón­ur á ári. 

Eft­ir breyt­ing­una verða leik­skól­ar á veg­um borg­ar­inn­ar opn­ir frá klukk­an 7.30 til 16.30. 

Tryggja þurfi meiri sveigj­an­leika og sjálf­stæði

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins lögðu fram til­lögu á fundi skóla- og frí­stundaráðs um að hver leik­skóli fyr­ir sig myndi ákv­arða eig­in opn­un­ar­tíma til að tryggja sveigj­an­leika og sjálf­stæði leik­skól­anna. Til­lag­an var felld með fjór­um at­kvæðum skóla- og frí­stundaráðsfull­trúa meiri­hlut­ans í borg­inni. 

Eft­ir að til­lag­an var samþykkt lögðu borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins fram bók­un þar sem þeir segja skilj­an­legt að til­laga meiri­hlut­ans hafi verið lögð fram í ljósi þess hve fá börn nýti sér lengri opn­un­ar­tíma, en að æski­legt sé að starf­semi leik­skóla sé sveigj­an­leg með til­liti til opn­un­ar­tíma. 

Æskilegt að líta til Norður­land­anna

Áheyrn­ar­full­trúi for­eldra barna í leik­skól­um lagði einnig fram bók­un á fund­in­um þar sem seg­ir að eðli­legt sé að stytta opn­un­ar­tím­ann í ljósi lít­ill­ar nýt­ing­ar og kostnaðar en að til lengri tíma litið sé æski­legt að leik­skóla­kerfið sé sveigj­an­legra í ljósi ólíkra þarfa for­eldra. 

„Æskilegt væri að byrja að vinna að því að búa til kerfi sem þekk­ist víða á Norður­lönd­um og þá sér­stak­lega í höfuðborg­um þar sem sum­ir leik­skól­ar hafa lang­an opn­un­ar­tíma til þess að koma til móts við ólík­ar þarf­ir fjöl­skyldna,“ seg­ir jafn­framt í bók­un­inni. 

Í bók­un sem áheyrn­ar­full­trú­ar leik­skóla­stjóra og starfs­manna leik­skóla lögðu fram er breyt­ing­unni fagnað. Seg­ir það að leik­skóla­stigið eigi í vand­ræðum með mönn­un og að erfitt hafi reynst að halda úti starf­semi skól­anna til 17. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert