Útlendingar afplána helming refsingarinnar

Fangelsið er opið og fangar aðeins læstir inni yfir blánóttina.
Fangelsið er opið og fangar aðeins læstir inni yfir blánóttina. mbl.is//Sigurður Bogi

„Það er þannig að ég get ekki tjáð mig um ein­stök mál og ekki staðfest hvar þessi maður er vistaður, það er eins og það er,“ seg­ir Birg­ir Jónas­son fang­els­is­mála­stjóri í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hann var spurður hverju það sætti að dæmd­ur morðingi, Angj­el­in Sterkaj, sem hlaut 16 ára fang­els­is­dóm í Hæsta­rétti í júní 2023 fyr­ir að hafa orðið Arm­ando Beqi­ari að bana með nokkr­um skamm­byssu­skot­um í búk og höfuð í Rauðagerði í Reykja­vík árið 2021, væri vistaður í opnu fang­elsi á Kvía­bryggju.

Undr­un vakti þegar ný­verið birt­ust brúðkaups­mynd­ir af Angj­el­in þess­um sem kvænst hafði konu nokk­urri, en þau voru gef­in sam­an í Grund­ar­fjarðar­kirkju.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert