Hárkolluþjófur í miðborginni

Anna Guðrún Tómasdóttir og Bjartey Elín Haukdsóttir dansa.
Anna Guðrún Tómasdóttir og Bjartey Elín Haukdsóttir dansa. Ljósmynd/Nicolas Ipina

Inn­brotsþjóf­ur braust ný­lega inn í kjall­ara fjöl­býl­is­húss í miðborg Reykja­vík­ur og stal 30 skær­bleik­um hár­koll­um.

Eig­andi hár­koll­anna seg­ir þjóf­inn aðeins hafa koll­urn­ar og nokkr­ar yf­ir­hafn­ir úr geymslu en skilið annað eft­ir.

Frá þessu grein­ir Anna Guðrún Tóm­as­dótt­ir, eig­andi hár­koll­anna, sem ræddi við blaðamann mbl.is.

Horfin hárkolla.
Horf­in hár­kolla. Ljós­mynd/​Daní­el Máni Magnús­son

Spila hlut­verk í dans­sýn­ingu

Þá ligg­ur bein­ast við að spyrja, Anna, hvert er nota­gildi þess­ara 30 bleiku hár­kollna sem þú sakn­ar?

„Ég og Bjart­ey Elín Hauks­dótt­ir, vin­kona mín, höf­um verið að byggja upp dans­sýn­ingu sem heit­ir Ven­us í eitt og hálft ár,“ svar­ar hún. Anna seg­ir þær hafa sýnt list­ir sín­ar á Reykja­vík Dance Festi­val ásamt FWD-youth comp­any.

„Við not­um hár­koll­ur í sýn­ing­unni þannig að við höf­um verið að sanka að okk­ur hár­koll­um þenn­an tíma. Þetta var komið upp í 30 bleik­ar hár­koll­ur sem þjóf­ur­inn hef­ur tekið.“

Spurð hvort hún viti hvernig hár­koll­urn­ar hafi horfið svar­ar Anna að ein­hver hafi brot­ist inn í kjall­ar­ann hjá sér og stolið nokkr­um káp­um auk pok­ans með hár­koll­un­um í.

„Þjóf­ur­inn hélt kannski að það væri eitt­hvað annað í pok­an­um, svo tek­ur hann þýfið heim með sér og þá blasa við hon­um skær­bleik­ar hár­koll­ur,“ seg­ir Anna.

„Þannig ef fólk sér ein­hvern í flott­um pels­um með bleika hár­kollu, þá er það ábyggi­lega söku­dólg­ur­inn,“ seg­ir Anna.

Dor­rit, Solla stirða eða Add­i­son Rae

Hver gæti gert svona lagað?

„Já, kannski Solla stirða...“ svar­ar Anna en bend­ir blaðamanni um leið á grun­sam­leg­ar vend­ing­ar á sam­fé­lags­miðlum.

Hún seg­ist hafa tekið eft­ir því að Dor­rit Moussai­eff, fyrr­um for­setafrú, hafi ný­lega skipt um forsíðumynd á In­sta­gram. Þar skart­ar Dor­rit nefni­lega skær­bleikri hár­kollu.

Dorrit Moussaief skartar bleikri hárkollu á Instagram.
Dor­rit Moussai­ef skart­ar bleikri hár­kollu á In­sta­gram. Ljós­mynd/​In­sta­gram

„Kannski var þetta Dor­rit...,“ seg­ir Anna í hálf­kær­ingi, „... eða Add­i­son Rae,“.

Add­i­son Rae? Er það ekki Tik Tok-stjarn­an sem var ný­verið á Íslandi?

„Jú,“ svar­ar Anna.

Þegar bet­ur er að gáð sést að í tón­list­ar­mynd­band­inu sem Rae tók upp á Íslandi er hár henn­ar nefni­lega skær­bleikt.

Ætli það sé til­vilj­un?

„Það er spurn­ing,“ svar­ar Anna. „Að öllu gríni slepptu samt, þá hef ég ekki hug­mynd um hver stal hár­koll­un­um,“ seg­ir Anna.

Solla stirða er alltaf með bleika hárkollu.
Solla stirða er alltaf með bleika hár­kollu. Ljós­mynd/​Aðsend

Fund­ar­laun í boði

Anna seg­ist ekki hafa leitað til lög­regl­unn­ar. „Ég veit ekki hvort þeir myndu nenna að vera að leita að ein­hverj­um hár­koll­um,“ seg­ir hún. Auk þess seg­ist hún ekki vita ná­kvæm­lega hvenær stuld­ur­inn átti sér stað.

„Ég fer ekk­ert oft niður í kjall­ara en hugsa að þetta hafi gerst fyr­ir nokkr­um mánuðum,“ seg­ir Anna en hún seg­ist hafa upp­götvað stuld­inn þegar dans­sýn­ing henn­ar, Ven­us, fékk út­hlut­un úr sviðslista­sjóði í fe­brú­ar.

„Við get­um boðið fund­ar­laun fyr­ir hár­koll­urn­ar, fría miða á sýn­ing­una,“ seg­ir Anna sem kall­ar eft­ir því að koll­un­um verði skilað.

Vanti hár­koll­urn­ar fyr­ir sýn­ing­una Ven­us

Þær Anna Guðrún og Bjart­ey Elín munu setja á svið dans­sýn­ing­una í Ásmund­ar­sal í ág­úst.

„Ven­us verður sett á svið þar og frum­sýnd 14. ág­úst og í sýn­ingu frá 14. til 16. ág­úst. Við verðum líka með gegn­sæa vinnu­stofu frá 7. júlí til 16. ág­úst,“ seg­ir Anna.

Anna seg­ir þær stöll­ur þurfa á nýj­um bleik­um hár­koll­um að halda, nema þjóf­ur­inn sjái sóma sinn í því að skila þýf­inu.

Fólk get­ur fylgst með und­ir­bún­ingi sýn­ing­ar­inn­ar Ven­us á In­sta­gram síðu Önnu og Bjart­eyj­ar.

Daníel Máni ljósmyndar.
Daní­el Máni ljós­mynd­ar. Ljós­mynd/​Nicolas Ip­ina
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert