Með ógnandi tilburði og hótanir í garð lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an þurfti að hafa af­skipti af tveim­ur mönn­um sem voru til vand­ræða og streitt­ust á móti lög­reglu­mönn­um við störf. Báðir voru menn­irn­ir vistaðir í fanga­klefa.

Í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu vegna verk­efna frá klukk­an 17 í gær til 5 í nótt kem­ur fram að til­kynnt hafi verið um menn með ógn­andi til­b­urði við bar í miðborg­inni.

Ann­ar þeirra fór eft­ir að lög­regl­an vísaði hon­um í burtu en æst­ist upp við af­skipti lög­reglu og var því hand­tek­inn. Hann streitt­ist mikið á móti lög­reglu­mönn­um og fékk að gista í klefa fyr­ir brot á lög­reglu­samþykkt.

Kallaði lög­reglu­menn­ina öll­um ill­um nöfn­um

Þá fékk lög­regl­an til­kynn­ingu um mann sem óð út á götu og veitt­ist að bif­reið í um­ferðinni með högg­um og spörk­um. Farþegum bif­reiðar var mjög brugðið. Lög­regl­an fann mann­inn nærri vett­vangi og var hann hand­tek­inn. Hann var mjög ölvaður og þegar reynt var að ræða við hann á lög­reglu­stöð sýndi hann ógn­andi til­b­urði, var með hót­an­ir og kallaði lög­reglu­menn­ina öll­um ill­um nöfn­um. Hann var því vistaður í fanga­klefa.

Er­lend­ur aðili var hand­tek­inn fyr­ir of langa dvöl á land­inu. Hann var ekki með vega­bréf á sér og neitaði að gefa upp hvar það væri og um dval­arstað. Hann var með sölu­ein­ing­ar af meint­um fíkni­efn­um í nær­bux­um og sokk­um ásamt fjár­mun­um og var vistaður í fanga­klefa.

Játaði þjófnað á bif­reið og skrán­ing­ar­merkj­um

Lög­reglu­stöð 3, sem sinn­ir Kópa­vogi og Breiðholti, fékk til­kynn­ingu um nytjastuld á bif­reið. Bif­reiðin fannst seinna um kvöldið með aðila sem sat í henni. Búið var að setja önn­ur skrán­inga­merki á bif­reiðina. Aðil­inn játaði þjófnaðinn á bæði bif­reiðinni og skrán­ing­ar­núm­er­un­um og var vistaður í fanga­klefa í þágu rann­sókn­ar máls­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert