This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Leit stendur enn yfir að sundmanni við Fiskislóð en lögreglu barst tilkynning um mann í sjónum klukkan korter í fimm í dag. Mikill viðbúnaður er á svæðinu vegna málsins.
Þetta segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Hann hafði ekki upplýsingar um hversu lengi maðurinn er talinn hafa verið í sjónum.
Kafarar frá sérsveitinni voru ræstir út að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur einnig þátt í aðgerðunum.
Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur aukið viðbúnað á svæðinu en á vettvangi eru sjóbjörgunarflokkar, þrír björgunarbátar, björgunarskipið Jóhannes Briem auk þess sem kafarar frá Suðurnesjum eru á leið á vettvang.
Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.
Blaðamaður mbl.is er á vettvangi og segir að björgunarsveitarmenn séu farnir að leita í grjótinu við sjógarðinn.
Hefur leitin einnig færst fjær ströndinni en þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarbátar virðast hafa fært sig utar.
Fréttin hefur verið uppfærð með frekari upplýsingum.