Nikótínpúðar orðnir algengasta neysluform nikótíns

Neysla á nikótínpúðum síeykst.
Neysla á nikótínpúðum síeykst. mbli.is/Eggert Jóhannesson

Nikó­tín­púðar hafa tekið fram úr rafrett­um, síga­rett­um og munn­tób­aki og tróna nú á toppn­um sem al­geng­asta neyslu­form nikó­tíns. Fleiri neyta nikó­tín­púða dag­lega en rafretta og síga­retta til sam­ans. Þetta kem­ur fram í talna­brunni Land­lækn­is.

Mik­il aukn­ing hef­ur orðið á notk­un nikó­tín­púða á þeim þrem­ur árum sem tek­in voru fyr­ir, en hlut­fall full­orðinna sem nota nikó­tín­púða dag­lega hef­ur risið úr 9% árið 2021 upp í tæp 12% árið 2024.

Breytt nikó­tínn­eyslu­mynst­ur

Neysla á rafrett­um hef­ur auk­ist smám sam­an frá því að þær komu á markað hér á landi, en nú nota um 5% ein­stak­linga yfir 18 ára aldri rafrett­ur dag­lega.

Á móti hef­ur dregið nokkuð úr reyk­ing­um, en hlut­fall full­orðinna sem reykja dag­lega hef­ur fallið úr 7,2% árið 2021 í 5,6% 2024.

Dagleg notkun á tóbaki og öðrum nikótínvörum.
Dag­leg notk­un á tób­aki og öðrum nikó­tín­vör­um. Mynd­rit/​Embætti land­lækn­is

Tíðni reyk­inga meðal ung­menna mæl­ist einnig mun minni en hjá ung­menn­um á öðrum Norður­lönd­um og í Eystra­salts­ríkj­um sam­kvæmt Nordic Welfare Center (NWC).

Í skýrslu NWC seg­ir þó að ís­lensk ung­menni noti nikó­tín­vör­ur í meiri mæli yfir heild­ina litið en ung­menni í fyrr­nefnd­um lönd­um.

Kyn- og ald­urs­bund­inn neyslumun­ur

Í talna­brunni embætt­is land­lækn­is kem­ur fram að kon­ur noti rafrett­ur frek­ar en karl­ar, en dag­leg notk­un karla á nikó­tín­púðum sé næst­um 10 pró­sentu­stig­um hærri en kvenna (16,3% gegn 6,8%)

Rafrettunotkun er algengari meðal kvenna.
Rafrettu­notk­un er al­geng­ari meðal kvenna. AFP

Ald­urs­bund­ins mun­ar á nikó­tínn­eyslu gæt­ir einnig, en yngra fólk er lík­legra til að nota nikó­tín­púða og rafrett­ur en eldra fólk sem kýs held­ur að reykja.

Reykingar.
Reyk­ing­ar. mbl.is/​Golli

Álög­ur hafi þegar dregið úr nikó­tínn­eyslu

Sam­kvæmt skýrsl­unni er ein áhrifa­rík­asta leiðin til að draga úr notk­un nikó­tíns, og þá sér­stak­lega meðal ung­menna, að hækka álög­ur á þess­ar vör­ur. Nýtt gjald á nikó­tín­vör­ur sem lagt var um síðustu ára­mót geti

Þar seg­ir jafn­framt að fyrstu niður­stöður úr vökt­un embætt­is land­lækn­is bendi til þess að dregið hafi úr notk­un nikó­tín­púða á fyrsta fjórðungi árs­ins 2025. Því megi ætla að laga­breyt­ing­in sé þegar farið að skila ár­angri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert