Ansi háar fjárhæðir geti verið í húfi

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jó­hann­es Þór Skúla­son, formaður Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, seg­ir ansi mikl­ar fjár­hæðir geta verið í húfi fyr­ir hót­el sem að ákveða að taka þátt í hóp­mál­sókn gegn bók­un­arþjón­ust­unni Book­ing.com.

Hóp­mál­sókn­in bygg­ir á dómi Evr­ópu­dóm­stóls­ins frá sept­em­ber í fyrra þar sem staðfest var að svo­kallaðir verðjöfn­un­ar­skil­mál­ar (e. price pa­rity clauses) Book­ing.com hafi brotið gegn sam­keppn­is­lög­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

For­saga máls­ins er sú að á ár­un­um 2004 til 2024 notaði Book­ing.com sam­keppn­is­hamlandi skil­mála sem settu ís­lensk hót­el í óhag­stæða sam­keppn­is­stöðu og ollu rekstr­araðilum veru­legu fjár­hags­legu tjóni. Skil­mál­arn­ir komu í veg fyr­ir verðsam­keppni, leiddu til óeðli­lega hárra þókn­ana og tak­mörkuðu mögu­leika til að selja gist­ingu beint til viðskipta­vina.

Afar skyn­sam­legt að taka þátt

Á miðviku­dag­inn fór í loftið vefsíða þar sem hót­eleig­end­ur geta skráð sig til þátt­töku í mál­sókn­inni en Jó­hann­es Þór seg­ist ekki hafa upp­lýs­ing­ar um hvort að mörg ís­lensk fyr­ir­tæki hafi þegar gert það. Aðspurður seg­ist hann þó frek­ar gera ráð fyr­ir því að þátt­tak­an verði góð.

„Þetta er nátt­úru­lega þannig mál og mál­sókn af þeirri stærðargráðu að það er afar skyn­sam­legt fyr­ir öll hót­el sem að upp­fylla þessi ein­földu skil­yrði, að hafa verið skráð á Book­ing.com á milli 2004 og 2024, að skrá sig og taka að minnsta kosti sam­talið við inn­leiðing­ar­t­eymið í mál­sókn­inni,“ seg­ir Jó­hann­es og bæt­ir við:

„Þarna geta verið mjög mikl­ar fjár­hæðir í húfi fyr­ir hót­el, sér­stak­lega þau sem hafa verið lengi í rekstri og nýtt þessa þjón­ustu árum sam­an. Þá geta þetta verið ansi mikl­ar fjár­hæðir.“

Hvorki kostnaðarleg né laga­leg áhætta

Þá bend­ir Jó­hann­es Þór á að hvorki kostnaðarleg né laga­leg áhætta fylgi því að taka þátt í mál­sókn­inni.

„Þetta er fjár­magnað af mál­sókn­araðilum sem að fá þá hluta af því sem dóm­ur­inn ákveður falli málið hót­el­un­um í vil,“ út­skýr­ir Jó­hann­es.

Þá seg­ir hann að auk fjár­hags­lega ávinn­ings­ins fyr­ir hót­el­in sendi það líka sterk skila­boð ef að marg­ir taka þátt í hóp­mál­sókn­inni.

„Það eru afar fáir aðilar á þess­um bók­un­ar­markaði á net­inu sem ráða mjög miklu og Book­ing.com er einn af þess­um aðilum sem er í markaðsráðandi stöðu. Eft­ir að þessi dóm­ur Evr­ópu­dóm­stóls­ins féll ligg­ur fyr­ir að fyr­ir­tækið hafi beitt markaðsráðandi stöðu sinni gegn reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins og á þeim grund­velli skipt­ir nátt­úru­lega gríðarlegu máli að hót­el og hót­el­sam­tök alls staðar í Evr­ópu taki sig sam­an og sýni að gisti­markaður­inn og fyr­ir­tæk­in standi sam­an þegar kem­ur að því að verja hags­muni sína,“ seg­ir Jó­hann­es.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert