Einhversstaðar komast efnin inn í landið

„Svo höfum við verið að fá eins og núna þrettán …
„Svo höfum við verið að fá eins og núna þrettán kíló af kókaíni í einni tösku og 19 kíló af kannabisefni í einni tösku en það er mjög sérstakt,” segir Jón Halldór. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurnesjum

Lög­reglu­full­trúi tel­ur að mikla aukn­ingu hald­lagðra fíkni­efna á Kefla­vík­ur­flug­velli megi rekja til ná­ins sam­starfs Toll­gæsl­unn­ar og lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um. Þó sé lík­lega einnig um auk­inn inn­flutn­ing að ræða.

mbl.is greindi frá því í morg­un að það stefni í metár í magni kókaíns, kanna­bis­efna og oxycont­ins sem gert er upp­tækt á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Það sem af er ári hef­ur lög­regl­an á Suður­nesj­um lagt hald á 40,26 kíló af kókaíni, tæp 110 kíló af kanna­bis­efn­um og rúm­lega 20 þúsund töfl­ur af oxycont­ini og eft­ir­lík­ing­um þess á flug­vell­in­um. All­ar þess­ar töl­ur slaga upp í heild­ar­töl­ur síðasta árs eða hafa þegar toppað þær.

Erfitt að segja hvað fer í gegn

Jón Hall­dór Sig­urðsson fer fyr­ir rann­sókn á skipu­lagðri brot­a­starf­semi hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um en spurður hvað valdi þess­ari miklu aukn­ingu seg­ir hann:

„Ég held að það sé fyrst og fremst það að við séum að ná meira en það er ör­ugg­lega meiri inn­flutn­ing­ur líka. Það er erfitt að segja hvað er að fara í gegn og hvað ekki.”

Hann seg­ir þó aug­ljóst að ein­hvers staðar sé mun meira magn af fíkni­efn­um að kom­ast inn í landið. Það sé greini­legt á því að þrátt fyr­ir þessi miklu af­köst lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um þegar kem­ur að því að leggja hald á fíkni­efni á Kefla­vík­ur­flug­velli hafi götu­verð efna lítið sem ekk­ert breyst.

„Það er kannski mæli­kv­arðinn á hvað við erum að gera mikið hér,” seg­ir Jón Hall­dór.

Burðardýr sem ferðast með efnin innvortis eru flest með hálft …
Burðardýr sem ferðast með efn­in inn­vort­is eru flest með hálft til eitt kíló. Hér sjást pakkn­ing­ar utan um kókaín­vökva sem lög­regl­an lagði hald á fyrr á ár­inu. Ljós­mynd/​Lög­regl­an á Suður­nesj­um

Árang­urs­rík sam­starf við Toll­gæsl­una 

Þá seg­ir hann að aukn­ing­una í mál­um á Kefla­vík­ur­flug­velli megi senni­lega rekja til ná­ins sam­starfs lög­regl­unn­ar við toll­gæsl­una á vell­in­um.

„Toll­gæsl­an og lög­regl­an á Suður­nesj­um hafa unnið mjög náið sam­an í þess­ari vinnu við að stoppa þetta á landa­mær­un­um og ég myndi segja að þetta væri bara ár­ang­ur af því sam­starfi. Toll­verðir eru orðnir mjög fær­ir og glögg­ir í að stinga út fólk sem er lík­legt,” seg­ir Jón Hall­dór.

Spurður hvort það hafi orðið ein­hver breyt­ing á eðli mál­anna síðustu ár seg­ir hann svo ekki vera.

Lang flest­ir er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar

„Þetta er í raun­inni mjög svipað. Burðadýr­in sem eru með efn­in inn­vort­is eru kannski flest að flytja inn eitt­hvað á bil­inu hálft kíló til kíló,” seg­ir Jón Hall­dór og bæt­ir við:

„Svo höf­um við verið að fá eins og núna þrett­án kíló af kókaíni í einni tösku og 19 kíló af kanna­bis­efni í einni tösku en það er mjög sér­stakt. Yf­ir­leitt er þessu dreift meira og í smærri pakkn­ing­um. Yf­ir­leitt eru þetta um 3-4 kíló í hverri tösku.”

Þá seg­ir hann að lang­stærst­ur hluti burðardýra sem komi hingað til lands séu er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar.

„Það er hend­ing ef það er Íslend­ing­ur ein­hvers staðar í þessu, það ger­ast eitt, tvö mál á ári en rest­in eru út­lend­ing­ar,” seg­ir Jón Hall­dór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert