„Illa staðið að þessu frá A til Ö“

Ísleifur hefur staðið fyrir fjölda stórtónleika hér á landi.
Ísleifur hefur staðið fyrir fjölda stórtónleika hér á landi. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson/Aðsend

Ísleif­ur Þór­halls­son, fram­kvæmda­stjóri Senu Live og formaður Banda­lags tón­leika­hald­ara á Íslandi, seg­ir skipu­lags­leysi hafa ríkt á tón­leik­um FM95BLÖ sem haldn­ir voru í Laug­ar­dals­höll í gær. Hann seg­ir tón­leika­hald­ara bera ábyrgð á þeim aðstæðum sem sköpuðust. 

„Mér sýn­ist vera nokkuð aug­ljóst að það var illa staðið að þessu frá A til Ö. Það verður bara að segj­ast al­veg eins og er,“ seg­ir Ísleif­ur. 

Hátt í 10 þúsund manns komu sam­an í Laug­ar­dals­höll í gær á tón­leik­um FM95BLÖ. Þegar gert var hlé á tón­leik­un­um skapaðist mik­ill troðning­ur þar sem hættu­ástand skapaðist og urðu ein­hverj­ir und­ir troðningn­um. 

Fimmtán manns hafa leitað til bráðamót­tök­unn­ar vegna meiðsla eft­ir tón­leik­ana en einn tón­leika­gest­ur var lagður inn. Hann varð und­ir í troðningi og hlaut bein­brot. 

Starf tón­leika­hald­ar­ans að tryggja ör­yggi gesta

Ísleif­ur hef­ur staðið fyr­ir fjölda stór­tón­leika hér á landi. Hann seg­ir að Laug­ar­dals­höll sé ekki gerð fyr­ir tón­leika­hald og því þurfi að huga að ýmsu þegar blása á til jafn stórra tón­leika líkt og þeir sem FM95BLÖ stóð fyr­ir í gær. Bend­ir hann á að þegar svo mik­ill fjöldi sæk­ir tón­leika snú­ist starf tón­leika­hald­ar­ans fyrst og fremst um að tryggja ör­yggi og vellíðan gesta.  

„Það eru ekki inn­gang­ar og út­gang­ar fyr­ir tíu þúsund manna tón­leika, það er ekki loftræsti­kerfi fyr­ir tíu þúsund manns í níu klukku­tíma. Þannig þú þarft að fara í alls kon­ar aðgerðir til að tryggja að öll­um líði vel og það var bara ekki gert í gær. Það var eng­inn að hugsa um þetta neitt,“ seg­ir Ísleif­ur og bæt­ir við:

„Ef ein­hver með vit hefði horft á plön­in þeirra og dag­skrána, eitt svæði, eitt úti­svæði, níu tíma dag­skrá, bar­ir úti um allt, all­ir orðnir þreytt­ir, full­ir og með súr­efn­is­leysi, það hefði ekki þurft neinn snill­ing til að horfa á þetta og segja: Þetta er aldrei að fara ganga upp, þetta verður klúður og þetta er stór­hættu­legt.“ 

Hefði mátt auka ör­ygg­is­gæslu

Ísleif­ur seg­ir að vel hefði mátt koma í veg fyr­ir að jafn hættu­legt ástand skapaðist líkt og það gerði í gær, til dæm­is með því að hólfa­skipta tón­leika­saln­um í tvö til fjög­ur svæði þar sem gerð eru úti­svæði fyr­ir hvert hólf auk þess sem tölu­vert meiri gæsla hefði mátt vera á tón­leik­un­um. 

Í til­kynn­ingu sem Nordic Live Events, fyr­ir­tækið sem ber ábyrgð á fram­kvæmd tón­leik­anna, sendi frá sér í dag seg­ir að ákveðið hafi verið að tvö­falda gæsl­una á tón­leik­un­um miðað við kröf­ur. Jens Andri Fylk­is­son, sem fór fyr­ir ör­ygg­is­gæslu á tón­leik­un­um, sagði í sam­tali við RÚV að 75 manns hafi verið í gæslu en krafa lög­reglu hafi verið 65 manns. 

Ísleif­ur bend­ir á að þegar Sena Live stóð fyr­ir tón­leik­um Backstreet Boys í Laug­ar­dals­höll fyr­ir tveim­ur árum hafi 144 manns verið í gæslu en fjöldi tón­leika­gesta var sam­bæri­leg­ur þeim og í gær. 

„Þetta er bara á þína ábyrgð sem tón­leika­hald­ari. Þú þarft auðvitað að upp­fylla regl­urn­ar og skil­yrðin sem lögg­an set­ur en þú átt ekki að horfa á það. Þú verður að teikna mynd og raða inn gæslu­mönn­um. Hjá okk­ur endaði þetta þannig að við bókuðum 144 þótt lögg­an segði okk­ur að við þyrft­um að bóka miklu færri.“

Fólk þurfi að finna fyr­ir mik­illi gæslu á svæðinu

Bend­ir Ísleif­ur jafn­framt á að það sé hluti af skipu­lagi tón­leika að tón­leika­gest­ir upp­lifi það sem svo að mik­il ör­ygg­is­gæsla sé á staðnum. Það þurfi að vera frá upp­hafi til að tryggja vellíðan og ör­ygg­is­til­finn­ingu gesta.

Upp­lifi fólk ekki slíkt ör­yggi geti mynd­ast enn frek­ara hættu­ástand þegar fólk fær ekki aðgang að grunnþörf­um, líkt og að fá sér vatn, kom­ast á kló­sett og fá súr­efni. 

„Þá ertu bú­inn að búa til hræðileg­an kokteil. Fólki er farið að líða illa, lenda í rysk­ing­um, eng­inn að stoppa það. Þetta leggst allt á eitt,“ seg­ir Ísleif­ur.

Greint hef­ur verið frá því í fjöl­miðlum í dag að ein­hverj­ir tón­leika­gest­ir áttu erfitt með að finna ör­ygg­is­verði til að aðstoða sig þegar þeir slösuðust eða urðu und­ir í troðningn­um. Sum­ir hafi jafn­vel sjálf­ir þurft að hringja eft­ir sjúkra­bíl. 

„Sorg­legt að þetta sé að ger­ast aft­ur“

Aðspurður seg­ir hann muni eft­ir einu at­viki þar sem sam­bæri­legt ástand skapaðist á tón­leik­um en það var þegar Metallica tróð upp í Eg­ils­höll fyr­ir hart­nær 21 ári.

Ég hélt að þetta væri búið, hélt að tón­leika­hald væri orðið fag­legra en þetta. Það er mjög sorg­legt að þetta sé að ger­ast aft­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert