Kallar eftir lækkun fasteignaskatta í Reykjanesbæ

Fasteignaskattur í Reykjanesbæ á íbúðarhúsnæði er 0,25% af heildarfasteignamati.
Fasteignaskattur í Reykjanesbæ á íbúðarhúsnæði er 0,25% af heildarfasteignamati. Samsett mynd

Mar­grét Sand­ers, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­nes­bæ, kall­ar eft­ir því að fast­eigna­skatt­ar í Reykja­nes­bæ verði lækkaðir þar sem fast­eigna­mat fyr­ir árið 2026 í Reykja­nes­bæ hækk­ar veru­lega frá fyrra ári.

Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS) hef­ur birt nýtt fast­eigna­mat fyr­ir árið 2026 og sýn­ir það hækk­un íbúðamats upp á 10,2% að meðaltali frá fyrra ári yfir landið.

Aft­ur á móti er hækk­un­in mest á Suður­nesj­um og í Reykja­nes­bæ er hækk­un íbúðamats 12,3% frá fyrra ári.

Mik­il­vægt að koma í veg fyr­ir ósann­gjarn­ar skatta­hækk­an­ir á íbúa

„Það er afar mik­il­vægt að bæj­ar­yf­ir­völd sendi skýr skila­boð um að álags­pró­sent­an verði lækkuð til að koma í veg fyr­ir ósann­gjarn­ar og íþyngj­andi skatta­hækk­an­ir á íbúa bæj­ar­ins,“ skrif­ar Mar­grét í færslu á Face­book.

Hún seg­ir að bæj­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins muni leggja fram til­lögu um lækk­un fast­eigna­gjalda, eins og flokk­ur­inn hef­ur gert síðustu ár. 

„Ég vona að víðtæk samstaða ná­ist í bæj­ar­stjórn um að standa vörð um heim­il­in í Reykja­nes­bæ,“ skrif­ar hún.

Bæj­ar­stjór­ar Kópa­vogs, Garðabæj­ar og Seltjarn­ar­ness hafa þegar gefið það út að þeir ætli að lækka álagn­inu á móti hækk­andi fast­eigna­mati.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert