Ökumenn hvattir til að sýna fyllstu aðgát

Akstursskilyrði geta versnað verulega, einkum fyrir ökutæki sem taka á …
Akstursskilyrði geta versnað verulega, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og eru ekki útbúin miðað við aðstæður,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. mbl.is/Óttar Geirsson

Reikna má með að til lok­ana gæti komið á veg­um lands­ins með skömm­um fyr­ir­vara á morg­un. Öku­menn eru hvatt­ir til að fylgj­ast vel með færð og sýna fyllstu aðgáð og var­kárni ef ekið er á milli lands­hluta.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni.

Gul­ar viðvar­an­ir eru byrjaðar að taka gildi á land­inu og munu vara fram eft­ir þriðju­degi. Á morg­un verða viðvar­an­irn­ar um allt land og eru tölu­verðar lík­ur á sam­göngu­trufl­un­um. Reikna má með hvassviðri og ofan­komu, slyddu eða snjó­komu og hálku til fjalla.

Akst­urs­skil­yrði gætu versnað veru­lega 

„Vegna veðurs gæti komið til lok­ana á veg­um með skömm­um fyr­ir­vara. Öku­menn eru hvatt­ir til að fylgj­ast mjög vel með færð og veðri ef ekið er á milli lands­hluta og sýna fyllstu aðgát og var­kárni. Akst­urs­skil­yrði geta versnað veru­lega, einkum fyr­ir öku­tæki sem taka á sig mik­inn vind og eru ekki út­bú­in miðað við aðstæður. All­ar upp­lýs­ing­ar um veður og færð eru á um­fer­d­in.is og ved­ur.is,“ seg­ir í til­kynn­ingu Vega­gerðar­inn­ar.

Seg­ir þar enn frem­ur að Vega­gerðin sé í viðbragðsstöðu og að búið sé að gera ráðstaf­an­ir til að hreinsa vegi eft­ir þörf­um.

„Viðvör­un­in nær til Norður­lands vestra, Norður­lands eystra, Aust­fjarða og há­lend­is­ins. Aðfaranótt þriðju­dags er lík­legt að það snjói á fjall­veg­um frá Vest­fjörðum og aust­ur á firði.

Norðan storm­ur verður á Suðaust­ur­landi en vinda­samt á Suðvest­ur­landi. Hvasst verður á sunn­an­verðu Kjal­ar­nesi og upp í Borg­ar­nes, í upp­sveit­um, á sunn­an­verðu Reykja­nesi og und­ir Eyja­fjöll­um og í kring­um Skafta­fell.“

Kem­ur fram í til­kynn­ing­unni að um aust­an­vert landið verði óvissu­stig og gæti komið til lok­ana á leiðum frá Kirkju­bæj­arklaustri að Höfn og frá Höfn aust­ur að Þvott­árskriðum frá klukk­an 5-15 á morg­un.

Jafn­framt gæti leið frá Markarfljóti að Kirkju­bæj­arklaustri verið lokað frá klukk­an 6-12.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert