Óveðrið gæti haft áhrif á flutningskerfi

Slydduísing gæti hlaðist á Kröfulínur 2 og 3, sem og …
Slydduísing gæti hlaðist á Kröfulínur 2 og 3, sem og Vopnafjarðarlínu og Seyðisfjarðarlínu, á hæðum yfir 300 metra. mbl.is/Sigurður Bogi

Óveðrið sem spáð er í nótt og á morg­un gæti haft áhrif á flutn­ings­kerfi Landsnets. Svipti­vind­ar gætu valdið miklu álagi á Byggðalín­una á Prest­bakka að Hól­um, þá einkum á svæðum eins og Lómagnúpi, Öræf­um og Hornafirði.  

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Landsneti á Face­book.  

Seg­ir þar enn frem­ur að slydduís­ing gæti hlaðist á Kröf­u­lín­ur 2 og 3, sem og Vopna­fjarðarlínu og Seyðis­fjarðarlínu, á hæðum yfir 300 metra.  

Þá minn­ir fyr­ir­tækið jafn­framt á að starfs­fólk sé á vakt­inni og að upp­lýs­ing­ar um trufl­an­ir muni ber­ast á heimasíðu þess og í Landsnet­sapp­inu.  

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert