„Rannsóknin á lokametrunum“

Gæsluvarðhald yfir konunni rennur út á morgun.
Gæsluvarðhald yfir konunni rennur út á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæslu­v­arðhald yfir konu sem er grunuð um aðild að and­láti föður síns í Súlu­nesi á Arn­ar­nesi í apríl síðastliðnum renn­ur út á morg­un og að sögn Ævars Pálma Pálma­son­ar, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, verður tek­in ákvörðun á morg­un hvort farið verði fram á áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald yfir kon­unni.

„Það er farið að síga á seinni hlut­ann á þess­ari rann­sókn og það má segja að hún sé á loka­metr­un­um,“ seg­ir Ævar Pálmi við mbl.is.

Kon­an, sem er sú eina sem hef­ur stöðu sak­born­ings í mál­inu, hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi frá 16. apríl.

Maður­inn sem lést hét Hans Roland Löf. Hann var tannsmiður og var fædd­ur árið 1945. Hann var bú­sett­ur í Súlu­nesi ásamt eig­in­konu sinni og dótt­ur þeirra, Mar­gréti Höllu Hans­dótt­ur, sem sit­ur í gæslu­v­arðhaldi.

Ævar Pálmi vill ekki tjá sig um það að svo stöddu hvort kon­an hafi neitað sök í mál­inu en RÚV greindi frá því í síðasta mánuði að hún hefði neitað sök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert