Bjóst ekki við því að dúxa

Matthildur Bjarnadóttir, dúx Menntaskólans í Reykjavík, við útskriftarathöfn í Háskólabíó.
Matthildur Bjarnadóttir, dúx Menntaskólans í Reykjavík, við útskriftarathöfn í Háskólabíó. Ljósmynd/Menntaskólinn í Reykjavík/Haraldur Guðjónsson Thors

Matt­hild­ur Bjarna­dótt­ir er dúx Mennta­skól­ans í Reykja­vík en hún út­skrifaðist með aðal­ein­kunn­ina 9,65 af nátt­úru­fræðibraut 1.

Mennta­skól­inn í Reykja­vík braut­skráði 194 stúd­enta í Há­skóla­bíó föstu­dag­inn 30. maí.

Í sam­tali við mbl.is seg­ist Matt­hild­ur ekki hafa átt von á því að verða dúx skól­ans og það hafi ekki verið mark­miðið.

„Ég hafði eig­in­lega bara enga hug­mynd, samt vildi ég nátt­úr­lega gera mitt besta,“ seg­ir Matt­hild­ur.

Spurð hver sé lyk­ill­inn að ár­angri henn­ar seg­ist hún ekki vera viss.

„Ég bara lærði mjög mikið, sko,“ seg­ir hún og hlær.

Matthildur Bjarnadóttir útskrifaðist með aðaleinkunnina 9,65.
Matt­hild­ur Bjarna­dótt­ir út­skrifaðist með aðal­ein­kunn­ina 9,65. Ljós­mynd/​Mennta­skól­inn í Reykja­vík/​Har­ald­ur Guðjóns­son Thors

Stefn­ir á að fara í lækn­is­fræði

Upp­á­halds­fag Matt­hild­ar í skól­an­um var annaðhvort efna­fræði eða líf­fræði en hún stefn­ir á að fara í lækn­is­fræði í haust.

„Ég sótti um í Dan­mörku og á að fá svar 28. júlí,“ seg­ir Matt­hild­ur en hún sótti um skóla­vist í skól­um í Kaup­manna­höfn, Árós­um, Ála­borg og Óðinsvé­um.

„Þetta var bara mjög gam­an, bara allt.“

Spurð hvort eitt­hvað sér­stakt standi upp úr eft­ir tím­ann í MR seg­ir Matt­hild­ur skóla­göng­una heilt yfir hafa verið mjög skemmti­lega.

„Þetta var bara mjög gam­an, bara allt. Mér fannst námið æðis­legt og líka mjög gam­an eins og á fiðluball­inu og svona,“ seg­ir Matt­hild­ur, en sjöttu­bekk­ing­ar skól­ans halda ballið ár­lega og dansa þar gömlu dans­ana.

Matthildur ásamt bekkjarfélögum sínum í 6.M á fiðluballinu.
Matt­hild­ur ásamt bekkj­ar­fé­lög­um sín­um í 6.M á fiðluball­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Matt­hild­ur fer með ár­gangi sín­um í út­skrift­ar­ferð til Al­bu­feira í Portúgal um miðjan júní og er mjög spennt fyr­ir því.

Útskriftarnemendur Menntaskólans í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Háskólabíó.
Útskrift­ar­nem­end­ur Mennta­skól­ans í Reykja­vík við hátíðlega at­höfn í Há­skóla­bíó. Ljós­mynd/​Mennta­skól­inn í Reykja­vík/​Har­ald­ur Guðjóns­son Thors
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert