Karl Wernerson neitar sök

Karl Wernerson var viðstaddur þingfestinguna í héraðsdómi í morgun.
Karl Wernerson var viðstaddur þingfestinguna í héraðsdómi í morgun. mbl.is/Eyþór

Karl Emil Werner­son, einn um­svifa­mesti fjár­fest­ir lands­ins fyr­ir efna­hags­hrunið, neitaði sök við þing­fest­ingu saka­máls gegn hon­um í Héraðsdómi Reykja­ness í dag. Hann er ákærður fyr­ir skila­svik.

Gyða Hjart­ar­dótt­ir, eig­in­kona Karls, og Jón Hilm­ar Karls­son, son­ur Karls, voru einnig ákærð í mál­inu fyr­ir pen­ingaþvætti. Þau neituðu einnig sök.

Karl, Gyða og Jón voru öll viðstödd þing­setn­ing­una. Málið verður tekið fyr­ir 1. sept­em­ber næst­kom­andi. 

Málið teng­ist gjaldþroti Karls árið 2018 og því hvernig hann er sagður hafa komið dýr­mæt­um eign­um und­an skipta­stjóra þrota­bús­ins. Á meðal eigna sem um ræðir eru lista­verk, fast­eign­ir og fé­lög skráð er­lend­is.

Af­salaði sér eign­um til ná­kom­inna ein­stak­linga

Sam­kvæmt sak­sókn­ara hafði Karl haft í um­sjá sinni verðmæt­ar eign­ir eft­ir að bú hans var tekið til gjaldþrota­skipta. Var hann sagður hafa af­salað þeim til ein­stak­linga og fé­laga sem tengj­ast hon­um per­sónu­lega eða fjár­hags­lega. 

Þar á meðal voru ein­býl­is­hús við Blika­nes, sum­ar­hús á Ítal­íu og Mercedes Benz-bif­reið. 

Eign­irn­ar voru flutt­ar yfir á fé­lagið Fax­ar ehf., dótt­ur­fé­lag Faxa ehf., sem var í eigu Toska ehf. Karl af­salaði Toska til son­ar síns sem tók þannig óbeint við eign­un­um. Meðal eigna þess­ara fé­laga var fyr­ir­tækið Lyf og heilsa.

Son­ur Karls, Jón Hilm­ar Karls­son, er ákærður fyr­ir pen­ingaþvætti með því að hafa tekið við fé­lag­inu Toska ehf., sem varð eig­andi lúx­us­bif­reiða og fast­eign­a, þegar faðir hans var form­lega gjaldþrota. Sam­kvæmt dómi Lands­rétt­ar var ráðstöf­un­inni rift og son­ur­inn dæmd­ur til að greiða á þriðja millj­arð króna til þrota­bús­ins.

Gyða, eig­in­kona Karls, er sömu­leiðis ákærð fyr­ir pen­ingaþvætti. Hún tók við eign­ar­haldi á fé­lag­inu Nordic Pharma In­vest­ment árið 2018, en það fé­lag var skráð á Tor­tóla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert