Mikil vonbrigði að tillögunni hafi verið vísað frá

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn.
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn. mbl.is/Eyþór

Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í borg­ar­stjórn, seg­ir það mik­il von­brigði að til­laga um stofn­un stýri­hóps með full­trú­um allra flokka í borg­ar­stjórn til þess að móta framtíðar­sýn um Heiðmörk hafi verið vísað frá.

Tvær til­lög­ur er varða Heiðmörk voru lagðar fram á fundi borg­ar­stjórn­ar í dag. Önnur þeirra af Sjálf­stæðis­flokkn­um og hin af Fram­sókn­ar­flokkn­um. Sitj­andi meiri­hluti í borg­ar­stjórn kaus ein­róma með því að vísa til­lög­um tveim­ur frá.

Veit­ur hafa lagt fram til­lögu þess efn­is að tak­marka bílaum­ferð veru­lega í Heiðmörk til þess að forðast að vatns­vernd­ar­svæðið verði fyr­ir tjóni. 

„Meiri­hlut­inn treysti sér ekki í þá vinnu“

„Það eru mik­il von­brigði að meiri­hlut­inn treysti sér ekki í þá vinnu sem er fram und­an. Það þarf að taka póli­tíska for­ystu í þessu máli. Þetta er stærsta, elsta og vin­sæl­asta úti­vist­ar­svæði höfuðborg­ar­svæðis­ins og ef niðurstaðan er sú að bílaum­ferð verði bönnuð um Heiðmörk er það al­veg ljóst að meg­inþorri þeirra sem sækja svæðið núna munu ekki gera það leng­ur,“ seg­ir Ein­ar í sam­tali við mbl.is.

Að sögn Ein­ars er mik­il­vægt að hefja þessa vinnu í því skyni að leita lausna og greina málið. 

„Því hef­ur verið haldið fram að hægt sé að sækja vatn á öðrum stað, í Vatns­endakrika, og færa þá vatns­upp­töku­svæðið þangað. Það þarf að fjár­hags­lega meta slíka aðgerð og gera ákveðið áhættumat en sá hóp­ur sem er núna með málið hef­ur ekki umboð til þess að fara í slíka vinnu.“

Kortið af Heiðmörk með fyrirhugðum lokunum.
Kortið af Heiðmörk með fyr­ir­hugðum lok­un­um. Kort/​Skóg­rækt­ar­fé­lag Reykja­vík­ur

Vatns­vernd tromp­ar allt

Að sögn Ein­ars hefði verið hægt að nýta stýri­hóp­inn til þess að fara í ít­ar­legt sam­starf við al­menn­ing um framtíð Heiðmerk­ur.

„Þetta hefði verið hægt að gera með skoðana­könn­un, borg­ar­a­fundi eða hvað annað sem menn vilja gera til þess að heyra skoðanir al­menn­ings á mál­inu og finna í kjöl­farið milli­veg í stað þess að láta ýtr­ustu kröf­ur Veitna ráða för,“ seg­ir Ein­ar.

„Vatns­vernd­in tromp­ar allt annað á end­an­um. Ég er þeirr­ar skoðunar að aðgang­ur að hreinu heil­næmu vatni fyr­ir Reyk­vík­inga veg­ur þyngra á end­an­um en mér finnst að kjörn­ir full­trú­ar þurfi að vinna þessu vinnu. Hugs­an­lega verða til­lög­ur Veitna ofan á en við vit­um það ekki,“ bæt­ir Ein­ar við að lok­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert