Daði Már sat ráðherraráðsfund OECD í París

Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og fjármála- og efnahagsráðherra.
Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eyþór

Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, fundaði í vik­unni með ráðherr­um á fundi OECD í Par­ís.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu.

Til um­fjöll­un­ar voru áskor­an­ir í efna­hags­mál­um en einnig frjáls alþjóðaviðskipti og fjár­fest­ing af hálfu hins op­in­bera og einkaaðila sem drif­kraft verðmæta­sköp­un­ar. 

Daði Már fundaði einnig með ráðherr­um ein­stakra ríkja, þ.e. Sviss, Nýja-Sjá­lands og Eist­lands. 

Kosta Ríka og Nýja-Sjá­land eru stofnaðilar að samn­ing um loft­lags­breyt­ing­ar, viðskipti og sjálf­bæra þróun með Íslandi og Sviss. 

Ráðherrar mættir á fund OECD.
Ráðherr­ar mætt­ir á fund OECD. Ljós­mynd/​OECD
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert