Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fundaði í vikunni með ráðherrum á fundi OECD í París.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.
Til umfjöllunar voru áskoranir í efnahagsmálum en einnig frjáls alþjóðaviðskipti og fjárfesting af hálfu hins opinbera og einkaaðila sem drifkraft verðmætasköpunar.
Daði Már fundaði einnig með ráðherrum einstakra ríkja, þ.e. Sviss, Nýja-Sjálands og Eistlands.
Kosta Ríka og Nýja-Sjáland eru stofnaðilar að samning um loftlagsbreytingar, viðskipti og sjálfbæra þróun með Íslandi og Sviss.