„Ég er bara ekki enn að trúa þessu“

Maðurinn átti erfitt með að trúa að hann hafi unnið …
Maðurinn átti erfitt með að trúa að hann hafi unnið vinningsupphæðina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl­maður á fimmtu­dags­aldri hlaut fyrsta vinn­ing í Lottó laug­ar­dags­ins og fékk hann 54,5 millj­ón­ir króna í vas­ann. Maður­inn átti erfitt með að trúa því að hann hafi unnið vinn­ings­upp­hæðina. 

„Ég er bara ekki enn að trúa þessu. Að geta séð fram á að eign­ast íbúðina mína og leyft mér að kaupa nýj­an bíl er eitt­hvað sem ég átti ekki von á að geta gert - svona bara allt í einu. Ég er enn orðlaus, en um leið ótrú­lega þakk­lát­ur,“ er haft eft­ir mann­in­um í til­kynn­ingu frá ís­lenskri get­spá. 

Maður­inn keypti miðann á heimasíðu Lottó og valdi hann töl­urn­ar sjálf­ur. 

Lottópott­ur­inn síðasta laug­ar­dag var fjór­fald­ur og voru rúm­ar 54 millj­ón­ir króna í pott­in­um. Rúm­lega 7.000 manns fengu vinn­ing í út­drætt­in­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert