Karlmaður á fimmtudagsaldri hlaut fyrsta vinning í Lottó laugardagsins og fékk hann 54,5 milljónir króna í vasann. Maðurinn átti erfitt með að trúa því að hann hafi unnið vinningsupphæðina.
„Ég er bara ekki enn að trúa þessu. Að geta séð fram á að eignast íbúðina mína og leyft mér að kaupa nýjan bíl er eitthvað sem ég átti ekki von á að geta gert - svona bara allt í einu. Ég er enn orðlaus, en um leið ótrúlega þakklátur,“ er haft eftir manninum í tilkynningu frá íslenskri getspá.
Maðurinn keypti miðann á heimasíðu Lottó og valdi hann tölurnar sjálfur.
Lottópotturinn síðasta laugardag var fjórfaldur og voru rúmar 54 milljónir króna í pottinum. Rúmlega 7.000 manns fengu vinning í útdrættinum.