Funda með lögreglunni í dag

Skipuleggjendur FM95BLÖ-tónleikana fara á fund í dag með lögreglunni.
Skipuleggjendur FM95BLÖ-tónleikana fara á fund í dag með lögreglunni. mbl.is/Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Fund­ur lög­regl­un­ar á höfuðborg­ar­svæðinu með skipu­leggj­end­um ferm­ing­ar­veislu FM95BLÖ sem hald­in var í Laug­ar­dals­höll á laug­ar­dag­inn, er fyr­ir­hugaður í dag. 

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Ásmund­ur Rún­ar Gylfa­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn að farið verði yfir fram­kvæmd tón­leik­ana, m.a. at­vik­in sem komu upp og hvað hefði mátt gera til að koma í veg fyr­ir þau.

Mik­ill fjöldi fólks sótti tón­leik­ana og skapaðist mik­ill troðning­ur eins og mbl.is hef­ur greint frá.

Fyr­ir viðburði sem þessa gef­ur sýslumaður út svo­kallað tæki­færis­leyfi en fyr­ir um­rædda tón­leika var út­gefið leyfi fyr­ir átta þúsund manns. Óljóst er hversu marg­ir gest­ir sóttu tón­leik­ana. 

Spurður hvort lög­regl­an telji fleiri en átta þúsund gesti hafa sótt tón­leik­ana seg­ir Ásmund­ur lög­regl­una hafa kallað eft­ir þeim gögn­um og málið verði skoðað, en ef brotið er gegn út­gefnu tæki­færis­leyfi geta verið viður­lög við því, t.d. fjár­sekt­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert