„Líffræðin var svo leiðinleg að ég skipti“

Ísabella útskrifaðist með 9,69 í meðaleinkunn.
Ísabella útskrifaðist með 9,69 í meðaleinkunn. Ljósmynd/Aðsend

Ísa­bella Auður Nótt Matth­ías­dótt­ir varð dúx Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja í fjöl­menn­asta út­skrift­ar­ár­gangi skól­ans frá upp­hafi. Sam­tals hlaut hún styrki upp á 130.000 krón­ur og verðlaun og viður­kenn­ing­ar í ensku, sál­fræði og þýsku.

Ísa­bella var á fé­lags­vís­inda­braut og lagði þar áherslu á sál­fræði. „Ég byrjaði á raun­vís­inda­braut en færði mig yfir því mér fannst líf­fræðin svo leiðin­leg,“ seg­ir Ísa­bella.

„Ég stefndi fyrst á að verða geðlækn­ir, en síðan fannst mér náms­efnið svo leiðin­legt að ég ákvað að verða sál­fræðing­ur í staðinn.“

Í vet­ur stefn­ir Ísa­bella á að vinna á Kefla­vík­ur­flug­velli hjá Europe Car, en næsta haust ligg­ur leiðin í há­skóla. „Kannski fer ég til Dan­merk­ur, kannski verð ég hérna heima. Hver veit?“

Flutt­ist lands­horna á milli

Árið 2017 flutti Ísa­bella á milli lands­horna, en fyrstu ár æv­inn­ar bjó hún í Beruf­irði á Aust­ur­landi. Alla sína mennta­skóla­göngu hef­ur hún þó verið í FS og seg­ir kenn­ar­ana hafa stutt sig vel í nám­inu.

„Flest­ir þeirra voru al­veg mjög skemmti­leg­ir og ég mun muna eft­ir mörg­um þeirra mjög lengi.“

Ísabella fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku og sál- …
Ísa­bella fékk viður­kenn­ingu fyr­ir góðan ár­ang­ur í ensku og sál- og upp­eld­is­fræði,verðlaun frá Verk­fræðistofu Suður­nesja fyr­ir góðan ár­ang­ur í stærðfræði og gjöf frá Þýska sendi­ráðinu fyr­ir góðan ár­ang­ur í þýsku. Ljós­mynd/​Aðsend

Skemmti­legt að dimmitera með vin­kon­um

Utan skóla finnst Ísa­bellu gam­an að hitta vin­kon­ur sín­ar og fara með þeim á ísrúnt eða í göngu­túr og á með þeim marg­ar skemmti­leg­ar minn­ing­ar frá skóla­göng­unni. Vin­kon­urn­ar byrjuðu þó mennta­skóla­göng­una á held­ur óskemmti­leg­um at­b­urði.

„Á busa­ball­inu okk­ar tognaði ein vin­kona mín eft­ir að önn­ur vin­kona steig ofan á fót­inn á henni og ég þurfti að fara með hana inn á sjúkra­her­bergið og setja plást­ur. Við enduðum samt ein­hvern veg­inn á því að skemmta okk­ur vel þetta kvöld,“ seg­ir Ísa­bella.

Lok skóla­göng­unn­ar voru held­ur skemmti­legri, en Ísa­bella seg­ir dimm­isio hafa verið með skemmti­leg­ustu uppá­kom­um skóla­göng­unn­ar. „Við geng­um eft­ir Hafn­ar­göt­unni í Kefla­vík, vor­um að taka mynd­ir með lög­reglu­mönn­um og þetta var bara mjög skemmti­legt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert