Norðan hvassviðri og gular viðvaranir

Gular viðvaranir er áfram í gildi á stórum hluta landsins.
Gular viðvaranir er áfram í gildi á stórum hluta landsins. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul­ar veðurviðvar­an­ir eru enn í gildi á stór­um hluta lands­ins vegna norðan hvassviðris og mik­ill­ar rign­ing­ar á norður- og aust­ur­helm­ingi lands­ins.

Á Suður­landi, Faxa­flóa, Aust­fjörðum og Suðaust­ur­landi falla þær úr gildi á milli klukk­an 6 og 10 en í kvöld á Strönd­um og Norður­landi vestra og Norður­landi eystra.

Í dag verða norðan 10-18 m/​s. Það verður rign­ing um landið norðan­vert en víða slydda eða snjó­koma til fjalla, sums staðar tals­verð úr­koma. Hit­inn þar verður á bil­inu 2 til 7 stig en sunn­an­lands verður þurrt að kalla og hiti frá 6 til 13 stig.

Á morg­un verða norðan og norðvest­an 8-15 m/​s. Rign­ing eða slydda verður með köfl­um á Norður- og Aust­ur­landi, ann­ars þurrt að mestu. Hiti breyt­ist lítið.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert