Þúsund strákar og stálp heimsóttu HR

Um þúsund drengir og stálpar í níunda bekk mættu í …
Um þúsund drengir og stálpar í níunda bekk mættu í HR fyrr í dag. mbl.is/Eyþór

Tæp­lega þúsund strák­ar og stálp í ní­unda bekk mættu í Há­skól­ann í Reykja­vík fyrr í dag þar sem átaks­verk­efnið, Strák­ar og stálp í há­skóla, fór fram í fyrsta sinn.

Sam­bæri­legt átaks­verk­efni, Stelp­ur stálp og tækni, hef­ur verið haldið í Há­skól­an­um í Reykja­vík í rúm­an ára­tug.

Rakel Guðmunds­dótt­ir, verk­efna­stjóri HR, seg­ir hafa verið ákall eft­ir sam­bæri­leg­um viðburði fyr­ir stráka í ljósi lækk­andi hlut­falls stráka í há­skóla­námi.

Krakkarnir fengu að spreyta sig á ýmsum mælingum.
Krakk­arn­ir fengu að spreyta sig á ýms­um mæl­ing­um. mbl.is/​Eyþór

Há­skóla­sam­fé­lagið var kynnt fyr­ir strák­um og stálp­um og veitt inn­sýn á tæki­færi sem gætu boðist að námi loknu.

„Við vilj­um kveikja áhuga á há­skóla­námi hjá strák­um. Með viðburði sem þess­um sýn­um við drengj­un­um að það er mögu­leiki á að fara í fjöl­breytt nám eft­ir mennta­skóla,“ seg­ir Ólaf­ur Ey­steinn Sig­ur­jóns­son, sviðsfor­seti tækni­sviðs HR.

„Þetta hef­ur gengið von­um fram­ar og við von­umst til að þessi viðburður sé kom­inn til að vera,“ seg­ir Rakel Guðmunds­dótt­ir.

Rakel Guðmundsdóttir (t.h.) segir viðburðinn hafa gengið vonum framar.
Rakel Guðmunds­dótt­ir (t.h.) seg­ir viðburðinn hafa gengið von­um fram­ar. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert