Barn brýtur niður hurðir: Talið að þær myndu halda

Hurðirnar á nýju herbergjunum eiga að uppfylla allar öryggiskröfur.
Hurðirnar á nýju herbergjunum eiga að uppfylla allar öryggiskröfur. Samsett mynd/Colourbox/Karítas

Barn sem ít­rekað hef­ur verið vistað á neyðar­vist­un meðferðar­heim­il­is­ins Stuðla hef­ur að minnsta kosti tvisvar brotið niður hurðir á ný­lega end­ur­byggðum her­bergj­um í álm­unni. Hurðirn­ar eiga að vera sér­stak­lega styrkt­ar og stand­ast all­ar ör­yggis­kröf­ur. Engu að síður hef­ur barn­inu, sem sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is, er frek­ar lítið og nett eft­ir aldri, tek­ist að brjóta þær niður.

Funi Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri meðferðarsviðs Barna- og fjöl­skyldu­stofu, sem Stuðlar heyra und­ir, staðfest­ir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is að at­vik sem þetta hafi átt sér stað. Hann full­yrðir jafn­framt að nýju her­berg­in stand­ist ör­yggis­kröf­ur, þó bregðast hafi þurft við at­vik­um sem upp hafi komið.

Álman sem hýs­ir neyðar­vist­un Stuðla gjör­eyðilagðist í bruna í októ­ber síðastliðnum, þar sem 17 ára barn lést, og standa yfir end­ur­bæt­ur á þeim hluta meðferðar­heim­il­is­ins. End­ur­bygg­ingu tveggja her­bergja var hins veg­ar flýtt til að hægt væri að hætta að nota lög­reglu­stöðina í Flata­hrauni í Hafnar­f­irði fyr­ir neyðar­vist­un, enda það úrræði ekki talið boðlegt börn­um. 

Öryggis­kröf­ur ekki alltaf staðist

Her­berg­in tvö voru tek­in í notk­un um miðjan apríl og seg­ir Funi þau hafa reynst nokkuð vel. 

Það hafa komið at­vik þar sem ákveðnir hlut­ir stóðust ekki ör­yggis­kröf­ur en það hef­ur jafn harðan verið bætt úr því.“ Helsti kost­ur­inn við að taka nýju her­berg­in í notk­un, hafi verið að hægt var að loka úrræðinu í Flata­hrauni. 

Ólöf Ásta Farest­veit, for­stjóri Barna- og fjöl­skyldu­stofu, og Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, fyrr­ver­andi mennta- og barna­málaráðherra, sögðu í sam­tali við mbl.is fyrr á þessu ári að nýju her­berg­in ættu að stand­ast all­ar ör­yggis­kröf­ur. Þá tóku fram­kvæmd­ir við her­berg­in lengri tíma en áætlað var og sú skýr­ing gef­in að upp­fylla þyrfti mikl­ar ör­yggis­kröf­ur, enda um mjög sér­hæfða starf­semi að ræða.

Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu.
Funi Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri meðferðarsviðs Barna- og fjöl­skyldu­stofu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Vilja að um­hverfið sé hlý­legt og barn­vænt

Funi seg­ir hurðirn­ar sem barnið braut vera sams­kon­ar og á ör­ugg­ustu deild­um Land­spít­al­ans. Þær séu sér­stak­lega styrkt­ar. Þrátt fyr­ir það hafi barn­inu tek­ist að brjóta þær niður. Við því hafi hins veg­ar verið brugðist.

„Val­mögu­leik­ar eru að setja stál­h­urðir líkt og eru í Flata­hrauni en þær eru ekki hlý­leg­ar og barn­væn­ar.  Mikið kapp hef­ur verið lagt á að ör­yggi sé tryggt en jafn­framt sé gætt að því að um­hverfi sé hlý­legt og barn­vænt. Þetta fer ekki alltaf sam­an og því verið að reyna að finna jafn­vægi með þetta og því ekki valið að hafa stál­h­urðir.“

Spurður hvort nýj­ar hurðir, sem eiga að stand­ast ör­yggis­kröf­ur, eigi ekki að halda þó mikið gangi á hjá skjól­stæðing­um, svar­ar Funi því ját­andi. Hurðirn­ar ættu að þola álagið   

„Jú þær ættu að gera það enda var leitað til þeirra sem hafa smíðað hurðir fyr­ir ör­ugg­ustu deild­ir Land­spít­ala og eðli­lega talið að þær myndu halda. Allt kom fyr­ir ekki og því var brugðist við því.  Í starfi með skjól­stæðinga neyðar­vist­un­ar geng­ur oft mikið á og mjög erfitt að sjá fyr­ir allt sem get­ur gerst.“     

Má þá ekki draga þá álykt­un að her­berg­in stand­ist ekki þær ör­yggis­kröf­ur sem talað var um? 

„Her­berg­in stand­ast ör­yggis­kröf­ur þó það komi til­vik sem þarf að bregðast við,“ seg­ir Funi.

Tel­ur ör­yggi ábóta­vant á Stuðlum 

Greint var frá því á mbl.is í síðustu viku að 14 ára dreng­ur, sem vistaður er á Stuðlum, hafi smyglað öðru barni inn á meðferðar­heim­ilið án þess að nokk­ur yrði þess var. Barnið dvaldi á heim­il­inu í að minnsta kosti sex klukku­tíma áður en upp komst um málið, þegar dreng­ur­inn bað starfs­mann um að hleypa gest­in­um út.

Móðir drengs­ins sagði í sam­tali við mbl.is að ör­yggi væri aug­ljós­lega ábóta­vant á Stuðlum ef svona lagað gæti gerst. Þá væri ekki skrýtið að auðvelt væri að smygla fíkni­efn­um inn á meðferðar­heim­ilið.

Funi sagði þá að litið væri á at­vikið mjög al­var­leg­um aug­um og að innri skoðun myndi fara fram. Aug­ljóst væri að eitt­hvað hefði brugðist í gæsl­unni á börn­un­um. At­vikið var til­kynnt til Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferðar­mála, sem tók það þó ekki til frek­ari skoðunar.

Dreng­ur­inn var áður vistaður á meðferðar­heim­il­inu Blöndu­hlíð á Vogi en er ný­lega kom­inn inn á Stuðla. Hann hef­ur ít­rekað strokið af báðum meðferðar­heim­il­um og úr neyðar­vist­un Stuðla og eru leit­ar­beiðnir fyr­ir hann komn­ar hátt í 30 frá því um miðjan fe­brú­ar á þessu ári. Móðir hans spyr hvort það sé verið að bíða eft­ir fleiri al­var­leg­um at­vik­um, áður en gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyr­ir strok.

„Aðgerðarleysið, ábyrgðarleysið og metnaðarleysið er með ólík­ind­um í þess­um mik­il­væga mála­flokki,“ sagði móðirin í sam­tali við mbl.is í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert