Ég vissi að pabbi væri farinn

Anna Margrét Bjarnadóttir.
Anna Margrét Bjarnadóttir. mbl.is/Ásdís

Á unga aldri missti Anna Mar­grét Bjarna­dótt­ir bæði vin og föður í sjálfs­vígi. Hún hef­ur nú gefið út bók­ina Tómið eft­ir sjálfs­víg – Bjargráð til að lifa með sorg­inni, þar sem má finna bæði ein­læg­ar sög­ur og bjargráð fyr­ir aðstand­end­ur sem missa ást­vini úr sjálfs­vígi.

Gott er að tala við sína nán­ustu vini og fólki sem þú treyst­ir. Það er gott að geta talað við ein­hvern sem hlust­ar og maður þarf ekki endi­lega að fá ein­hver ráð, held­ur bara að hafa ein­hvern sem hlust­ar.

Anna Mar­grét var ný­lent frá Græn­landi þegar við hitt­umst einn eft­ir­miðdag í maí til að ræða um sjálfs­víg, bjargráð og for­varn­ir, en hún þekk­ir málið af eig­in raun. Anna Mar­grét starfar nú hjá Land­læknisembætt­inu að sjálfs­vígs­for­vörn­um og er verk­efna­stjóri Guls sept­em­bers, en sept­em­ber er helgaður vit­und­ar­vakn­ingu um geðrækt og sjálfs­vígs­for­vörn­um.

Í ár verður Gul­ur sept­em­ber hald­inn í þriðja sinn og stækk­ar með hverju ár­inu. Anna Mar­grét, sem hef­ur búið síðustu níu ár í Washingt­on D.C., er menntaður menn­ing­ar­fræðing­ur og kenn­ari með áherslu á dönsku.

Anna Mar­grét á að baki áfalla­sögu, en ekki aðeins sviptu faðir henn­ar og vin­ur sig lífi, held­ur greind­ist hún sjálf með BRCA-genið eft­ir að móðir henn­ar, amma og frændi lét­ust úr krabba­meini árið 2014.

Hún seg­ir mik­inn mun á stuðningi við aðstand­end­ur krabba­meins­sjúk­linga ann­ars veg­ar og aðstand­end­ur þeirra sem missa ást­vini í sjálfs­vígi hins veg­ar. Það ýtti henni af stað í að opna umræðuna um sjálfs­víg og á end­an­um lét hún verða af því að skrifa um það bók.

Grein­in birt­ist fyrst í Sunnu­dag­blaði Morg­un­blaðsins 17. maí. Áskrif­end­ur geta lesið hana í heild hér. 

Fólki með sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á: Píeta sam­tök­in, s. 552-2218, Hjálp­arsíma Rauða kross­ins, 1717, og net­spjallið 1717.is, Upp­lýs­inga­miðstöð heilsu­gæsl­unn­ar, s. 1700, og net­spjallið heilsu­vera.is. Í neyð hringið í 112. Varðandi stuðning eft­ir missi í sjálfs­vígi er bent á Upp­lýs­inga­miðstöð heilsu­gæsl­unn­ar, s. 1700, og net­spjallið heilsu­vera.is, Sorg­armiðstöð, s. 551-4141, og sorg­armidstod@sorg­armidstod.is, síma Píeta sam­tak­anna, 552-2218. Í neyð hringið í 112.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert