170 ár frá fyrstu vesturferðunum

Sendinefnd frá Utah er í Eyjum á ráðstefnu en nú …
Sendinefnd frá Utah er í Eyjum á ráðstefnu en nú eru 170 ár eru frá fyrstu ferðum Íslendinga til Vesturheims. mbl.is/Gígja Óskarsdóttir

Um helg­ina fer fram stór ráðstefna í Vest­manna­eyj­um í til­efni þess að um 170 ár eru liðin frá því að vest­ur­ferðir hóf­ust, þegar þrír Íslend­ing­ar frá Vest­mann­eyj­um sett­ust að í Span­ish Fork í Utah. Spencer Cox, rík­is­stjóri Utah, bæj­ar­stjóri Span­ish Fork, og banda­rísk­ir þing­menn verða í Eyj­um um helg­ina af þessu til­efni.

Hald­in verða er­indi um upp­haf vest­ur­ferða og hvernig brautryðjend­um Vest­ur-Íslend­inga vegnaði í nýja heim­in­um, seg­ir Kári Bjarna­son, for­stöðumaður Safna­húss Vest­manna­eyja og einn skipu­leggj­andi ráðstefn­unn­ar. Kári seg­ir það mik­inn heiður að rík­is­stjóri Utah hafi séð sér fært að mæta á ráðstefn­una og fá að kynna hon­um þessa sögu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert