Íslensk sendinefnd á WorldPride í Washington

Veifað til báta á Pride on the Pier-viðburði á World …
Veifað til báta á Pride on the Pier-viðburði á World Pride-hátíðinni í Washington í dag. AFP/Getty Images/Kayla Bartkowski

Íslensk sendi­nefnd hef­ur verið sýni­leg á World Pri­de-hátíðinni í Washingt­on, sem nær há­marki sínu í dag er ár­leg gleðiganga fer fram.

Hátíðin, sem fagn­ar 50 ára af­mæli Pri­de-hátíðar­inn­ar í höfuðborg Banda­ríkj­anna, hef­ur í þrjár vik­ur fyllt borg­ina af viðburðum til­einkuðum mann­rétt­ind­um, fjöl­breyti­leika og frelsi.

Að því er seg­ir í til­kynn­ingu hef­ur ís­lenska sendi­nefnd­in verið virk alla vik­una og geng­ur í göng­unni í dag, með öðrum nor­ræn­um sendi­ráðum, sem fjöl­menn­asta sendi­nefnd Norður­land­anna.

Hanna Katrín á per­sónu­leg­um nót­um

Á mann­rétt­indaráðstefnu World Pri­de, sem fór fram dag­ana 4.–6. júní, hélt Hanna Katrín Friðriks­son, at­vinnu­vegaráðherra Íslands, er­indi. Hún lagði áherslu á mik­il­vægi þess að verja rétt­indi hinseg­in fólks með skýr­um lög­um og sagði laga­setn­ingu öfl­ug­asta vopnið gegn bak­slagi í jafn­rétt­is­mál­um.

„Það eru kerf­is­bundn­ar at­lög­ur gerðar að grunnstoðum vest­rænna lýðræðis­ríkja – jafn­rétti, frelsi og virðingu fyr­ir mann­rétt­ind­um – vegna þess að menn trúa því að ef hægt er að brjóta það niður, sé eft­ir­leik­ur­inn auðveld­ari,“ er haft eft­ir Hönnu Katrínu í til­kynn­ingu.

Rifjaði hún einnig upp að hún og eig­in­kona henn­ar hefðu þurft að flytja til Banda­ríkj­anna fyr­ir 25 árum til að eign­ast börn – þar sem slíkt var ekki mögu­legt á Íslandi á þeim tíma. Sagði hún það hryggja sig að sjá hvernig and­rúms­loftið í Banda­ríkj­un­um hefði snú­ist.

Um 25% þjóðar­inn­ar á Hinseg­in dög­um á hverju ári

Tók Hanna Katrín einnig þátt í ís­lensku pall­borði und­ir yf­ir­skrift­inni Work­ing Toget­her, Ris­ing Toget­her – ís­lenskt pall­borð um rétt­indi kvenna og hinseg­in fólks og stýrði Svan­hild­ur Hólm Vals­dótt­ir, sendi­herra Íslands í Banda­ríkj­un­um, umræðunum.

Auk ráðherr­ans sátu Helga Har­alds­dótt­ir, formaður Hinseg­in daga, og Bjarn­dís Helga Tóm­as­dótt­ir, formaður Sam­tak­anna ‘78, í pall­borðinu.

Bjarn­dís Helga flutti stuðningskveðju frá Kven­rétt­inda­fé­lagi Íslands, þar sem áhersla var lögð á sam­stöðu kvenna og hinseg­in fólks í bar­áttu fyr­ir jafn­rétti og mann­rétt­ind­um.

Þátt­tak­end­ur lögðu all­ir áherslu á mik­il­vægi sam­starfs kvenna­hreyf­inga og hinseg­in bar­átt­unn­ar og deildu dæm­um frá Íslandi um breiðan sam­fé­lags­leg­an stuðning – til dæm­is mæti um 25% þjóðar­inn­ar á Hinseg­in daga á hverju ári.

Ísland leiðandi í alþjóðlegu sam­tali

Þann 4. júní tók Bjarn­dís Helga þátt í pall­borði nor­rænu sendi­ráðanna. Auk henn­ar sátu Ulrika Wester­lund, þingmaður Græna flokks­ins í Svíþjóð, Petter Wal­len­berg, tón­list­armaður og aktív­isti, og Phil­ip Sharif Khok­h­ar, fréttamaður danska sjón­varps­ins í Washingt­on.

Devin P. Dwyer, fréttamaður ABC, stýrði umræðunum.

Þátt­taka Íslands á mann­rétt­indaráðstefn­unni var skipu­lögð af Hinseg­in dög­um og Sam­tök­un­um '78, í sam­starfi við sendi­ráð Íslands í Banda­ríkj­un­um. Mark­miðið var að miðla ís­lenskri reynslu á sviði jafn­rétt­is­mála og styðja við alþjóðlegt sam­tal um rétt­indi allra – óháð kyni, kyn­hneigð eða kyn­gervi.

Ákvörðun Heg­seth aft­ur­för í viður­kenn­ingu á fram­lagi hinseg­in ein­stak­linga

Ákvörðun banda­rískra yf­ir­valda um að loka Dupont Circle Park, sögu­leg­um sam­komu­stað LG­BTQ+-sam­fé­lags­ins í Washingt­on, yfir World Pri­de-helg­ina hef­ur verið túlkuð sem tákn­ræn úti­lok­un á helgri jörð sam­fé­lags­ins á mik­il­væg­um tíma.

Þrátt fyr­ir að lög­reglu­stjóri D.C. hafi dregið til baka beiðni um lok­un hélt Nati­onal Park Service áform­um sín­um áfram, sem hef­ur leitt til gagn­rýni frá bæði sam­fé­lags­leiðtog­um og borg­ar­yf­ir­völd­um.

Á sama tíma hef­ur ákvörðun varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, Pete Heg­seth, um að fjar­lægja nafn Har­vey Milk af her­skipi banda­ríska flot­ans vakið mikla at­hygli og gagn­rýni.

Har­vey Milk var einn af fyrstu op­in­ber­lega sam­kyn­hneigðu kjörnu emb­ætt­is­mönn­um í Banda­ríkj­un­um og tákn­mynd fyr­ir rétt­inda­bar­áttu hinseg­in fólks. Þessi gjörn­ing­ur hef­ur verið túlkaður sem aft­ur­för í viður­kenn­ingu á fram­lagi hinseg­in ein­stak­linga til banda­rísks sam­fé­lags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert