Eftirlýstur maður grunaður um vændiskaup

Maðurinn reyndist eftirlýstur.
Maðurinn reyndist eftirlýstur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hand­tók mann grunaðan um vændis­kaup í Laug­ar­daln­um í dag, að því er seg­ir í dag­bók lög­reglu.

Kom þá í ljós að maður­inn reynd­ist eft­ir­lýst­ur. Ekki er tekið fram fyr­ir hvað hann er eft­ir­lýst­ur en hann var vistaður í fanga­klefa.

Í dag­bók­inni seg­ir einnig að einn hafi verið hand­tek­inn í miðborg Reykja­vík­ur grunaður um lík­ams­árás, vopna­laga­brot og fyr­ir að hafa fíkni­efni í vörsl­um sín­um. Hann var vistaður í fanga­klefa.

Þá seg­ir einnig að einn hafi verið kærður fyr­ir hús­brot í sund­laug í miðborg­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert