„Hann er bara besta dæmið um þetta“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Ein­stak­ling­ar í fang­elsi eiga það til að upp­lifa tím­ann þar inni sem geymslu­tíma. Þar þyrfti að vera skil­virkt kerfi sem myndi nýta þenn­an tíma til að meta og hjálpa ein­stak­ling­un­um að verða betri menn, í staðinn fyr­ir að spila tölvu­leiki í tvö ár og koma svo aft­ur út í sama far.

    Þetta er meðal þess sem Daní­el Rafn Guðmunds­son, gest­ur Dag­mála mbl.is, seg­ir í umræðum um fang­els­is­mál lands­ins. Sjálf­ur hef­ur Daní­el verið edrú í 10 ár og fer í dag með trú­ar­leg­an boðskap inn í fang­els­in og gegn­ir þar einnig jafn­ingja­hlut­verki.

    Tek­ur hann dæmi um Ásgeir Þór Nor­dgu­len, sem einnig hef­ur snúið við blaðinu. Ásgeir hef­ur deilt reynslu sinni af fang­elsis­kerf­inu og sagst hafa upp­lifað að vera sett­ur í geymslu og verið svo aft­ur á sama stað þegar hann kom út.

    „Hann er bara besta dæmið um þetta,“ seg­ir Daní­el um Ásgeir og vís­ar í hvað jafn­ingja­fræðsla og stuðning­ur inn­an fang­elsa get­ur gert mikið, og breytt lífi margra.

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert