Nafn skáldsins alltaf samofið Fagraskógi

Magnús og Sigrún, bændur í Fagraskógi, hér við brjóstmyndina af …
Magnús og Sigrún, bændur í Fagraskógi, hér við brjóstmyndina af Davíð Stefánssyni sem þar er. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Okk­ur þótti góð hug­mynd að efna til viðburðar hér þar sem uppistaðan væri ljóð og sög­ur um skáldið. Nafn Davíðs er alltaf samofið þess­um stað,“ seg­ir Stefán Magnús­son, bóndi í Fagra­skógi við Eyja­fjörð. Þar á bæ verður hinn 21. júní næst­kom­andi hald­in menn­ing­ar­stund til­einkuð þjóðskáld­inu Davíð Stef­áns­syni. Til­efnið er að í ár eru liðin 130 ár frá fæðingu skálds­ins, því er efnt til þessa viðburðar nærri sum­arsól­stöðum þegar landið er komið í sum­ars­ins græna skrúð að ætla verður.

Yf­ir­skrift viðburðar­ins í Fagra­skógi er Heima og sá tit­ill seg­ir sitt. „Við segj­um Heima vegna þess að Fagri­skóg­ur var alltaf heima­völl­ur Davíðs. Hann hafði alla tíð mjög sterk tengsl við fólkið sitt og Fagra­skóg. Hann var mjög upp­tek­inn af því hvernig fólk­inu hans gekk og hvað var verið að fást við hverju sinni,“ seg­ir Stefán bóndi sem skipu­lagt hef­ur þessa stund með Sigrúnu Jóns­dótt­ur eig­in­konu sinni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert