Senda fölsuð ökuskírteini í pósti

Tollverðir á keflavíkurflugvelli hafa gripið fölsuð ökuskírteini í auknum mæli.
Tollverðir á keflavíkurflugvelli hafa gripið fölsuð ökuskírteini í auknum mæli. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Toll­verðir á flug­stöðinni á Kefla­vík­ur­flug­velli gripu 43 fölsuð er­lend skil­ríki sem send voru til Íslands með pósti á ár­un­um 2023 og 2024. Í lang­flest­um til­vik­um er um að ræða fölsuð er­lend öku­skír­teini.

Hlut­fall skil­ríkja sem send voru með hraðsend­ingu til lands­ins en reynd­ust fölsuð var 16% árið 2023 og um 19% árið 2024.

Til­gang­ur­inn með því að fram­vísa fölsuðum er­lend­um öku­skír­tein­um er sá að geta hafið akst­ur strax eða viðleitni manna til að öðlast ís­lensk öku­skír­teini án þess að fara í gegn­um öku­tíma til að fá rétt­indi til akst­urs.

Ei­rík­ur H. Sig­ur­jóns­son, lög­reglu­full­trúi og skil­ríkja­sér­fræðing­ur hjá skil­ríkja­rann­sókna­stofu lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um, seg­ir að oft og tíðum sé um mjög vandaðar fals­an­ir að ræða en mik­il vit­und­ar­vakn­ing sé í kerf­inu fyr­ir fölsuðum skil­ríkj­um.

Um­sjón­ar­maður öku­prófa greip fals­an­ir

Eins og fram kom á mbl.is á dög­un­um er það viður­kennt hjá embætti Sýslu­manns að rík­is­borg­ur­um utan landa EES hafi tek­ist að skipta fölsuðum öku­skír­tein­um fyr­ir ís­lensk öku­skír­teini hjá embætt­inu. Starfs­menn þar hafi verið illa í stakk bún­ir til að átta sig á því að um fölsuð öku­skír­teini væri að ræða þegar þeim var skipt fyr­ir ís­lensk líkt og lög gera ráð fyr­ir eft­ir sex mánaða dvöl hér­lend­is.

Í þeim til­vik­um sem fólk vill skipta er­lend­um öku­skír­tein­um fyr­ir ís­lensk þarf fólk að taka skrif­legt og verk­legt próf en ekki að fara í öku­tíma áður.

Ekki hlaupið að því að greina fals­an­ir  

„Það er ekki hlaupið að því að greina fals­an­ir. Ef þú fram­vís­ar skil­ríkj­um gagn­vart stjórn­valdi þar sem starfs­fólk sem hef­ur enga reynslu af því að greina slíkt þá eru meiri lík­ur á því að fólk kom­ist upp með það,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is kom málið upp eft­ir að starfsmaður sem hef­ur um­sjón með öku­próf­um varð þess var að fjöldi manns hafði litla sem enga akst­urs­hæfi­leika á verk­legu prófi. Var það þrátt fyr­ir að hafa fram­vísað er­lendu öku­skír­teini. 

Til­gang­ur­inn að geta ekið strax  

Sýslumaður­inn á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur aukið sam­starf sitt við skil­ríkja­sér­fræðinga hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um eft­ir að málið upp­götvaðist í vor. Þannig hafa 18 er­lend öku­skír­teini frá embætt­inu verið send til grein­ing­ar það sem af er ári og reynd­ust tvö þeirra fölsuð. Í fyrra voru fimm af tíu skil­ríkj­um sem send voru til grein­ing­ar fölsuð og árið 2023 voru tvö öku­skír­teini send til grein­ing­ar sem reynd­ust bæði fölsuð.   

Ei­rík­ur seg­ir að í yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta til­fella hafi toll­ur­inn gripið fölsuð öku­skír­teini á ár­un­um 2023-2024. Lítið sé um að reynt sé að senda fals­an­ir á öðrum skil­ríkj­um til lands­ins með póst­send­ing­um. 

Eiríkur H. Sigurjónsson
Ei­rík­ur H. Sig­ur­jóns­son Ljós­mynd/​aðsend

„Til­gang­ur­inn er yf­ir­leitt sá að geta farið að keyra á göt­unni eða að þessu sé skipt út fyr­ir ís­lensk öku­skír­teini,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Fá um 620 beiðnir á ári

Á skil­ríkja­stofu sem staðsett er á Kefla­vík­ur­flug­velli er skil­ríkja­rann­sókna­tæki sem hef­ur þann til­gang að aðstoða við grein­ingu skil­ríkja. Al­gengt er að ólík­ar stofn­an­ir og embætti óski eft­ir aðstoð við að greina skil­ríki. Þannig óskuðu 24 embætti og stofn­an­ir eft­ir aðstoð við að greina skil­ríki árið 2023 og 23 2024. Það sem af er ári hafa þrett­án stofn­an­ir óskað eft­ir aðstoð. Árin 2023 og 2024 voru beiðnirn­ar í heild um 620 á hvoru ári.

Heilt yfir reyn­ast um 5% skil­ríkja fölsuð sem send eru til grein­ing­ar. 

Á skil­ríkja­rann­sókna­stofu flug­stöðvar­deild­ar lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um starfa 3 skil­ríkja­sér­fræðing­ar en að auki er einn til viðbót­ar í hálfu starfi við kennslu og fræðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert