Hver fær 37 milljónir í sinn hlut

Fyrsti vinningur heldur áfram að stækka í EuroJackpot.
Fyrsti vinningur heldur áfram að stækka í EuroJackpot. mbl.is/Karítas

Eng­inn var með 1. vinn­ing í út­drætti kvölds­ins í EuroJackpot, en tæp­lega 3,3 millj­arðar voru í pott­in­um.

Fimm miðahaf­ar voru þó með 2. vinn­ing og hlýt­ur hver þeirra rúm­ar 37 millj­ón­ir króna í sinn hlut. Miðarn­ir fimm voru keypt­ir í Dan­mörku, Þýskalandi, Nor­egi, Grikklandi og Póllandi.

Þá voru níu miðahaf­ar með 3. vinn­ing og fær hver þeirra rúm­ar 11,6 millj­ón­ir króna í sinn hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert