HBO Max til landsins

Task er bandarísk glæpadramasería sem væntanleg er á HBO Max …
Task er bandarísk glæpadramasería sem væntanleg er á HBO Max í september. Serían er skrifuð af Brad Ingelsby og með aðlhlutverk fara Mark Ruffalo, Tom Pelphrey, Emilia Jones, Thuso Mbedu, Raúl Castillo, Jamie McShane, Sam Keeley, Fabien Frankel og Alison Oliver. Ljósmynd/HBO Max

Streym­isveit­an HBO Max er vænt­an­leg til lands­ins í júlí og mun þar með bæt­ast við flóru streym­isveita sem eru í boði fyr­ir ís­lenska sjón­varps­áhorf­end­ur. Meðal efn­is sem í boði verður eru kvik­mynd­ir og þætt­ir úr smiðju HBO, Warner Bros. Pict­ur­es, DC Studi­os, Max Orig­inals og Disco­very.

Greint er frá þessu í til­kynn­ingu, en meðal kvik­mynda sem verða í boði á streym­isveit­unni eru A Minecraft Movie og Harry Potter og meðal aðgengi­legra sjón­varps­sería verða The Last of Us, The White Lot­us, Hou­se of the Dragon og The Pitt í bland við nýj­ar vænt­an­leg­ar sjón­varps­serí­ur eins og Task og IT: Welcome to Derry.

Íslensk­ur texti á völd­um titl­um

Efni verður aðgengi­legt á ensku með ís­lensk­um texta á völd­um titl­um en íþrótta­lýs­ing­ar verða á ensku.

Grunn­á­skrift að þjón­ust­unni mun kosta 13 evr­ur á mánuði, eða rúm­lega 1.900 krón­ur á nú­ver­andi gengi. Fel­ur það í sér að hægt er að streyma í tveim­ur tækj­um sam­tím­is. Einnig verður premium-áskrift í boði, en þar verður hægt að streyma í fjór­um tækj­um sam­tím­is og í boði verður aukið niður­hal til skoðunar án netteng­ing­ar. Kost­ar sú áskrift 19 evr­ur á mánuði.

Val­frjáls viðbót af alþjóðlegu íþrótta­efni verður þá í boði fyr­ir 5 evr­ur á mánuði.

Mik­il­væg­ur áfangi í hnatt­væðingu HBO Max

Í til­kynn­ing­unni er haft eft­ir Christ­ina Su­lebakk, fram­kvæmda­stjóra og aðstoðarfor­stjóra Warner Bros Disco­very Nordics, að mik­il spenna ríki inn­an her­búða fyr­ir­tæk­is­ins um komu HBO Max til Íslands.

„Útbreiðslan er mik­il­væg­ur áfangi í hnatt­væðingu HBO Max og er til marks um skuld­bind­ingu okk­ar um að færa öll­um áhorf­end­um heimsklassa efni.

Áskrif­end­ur geta því spennt­ir notið úr­vals streym­isþjón­ust­unn­ar sem sam­ein­ar gæðaefni frá HBO, Warner Bros. Pict­ur­es, Disco­very, Eurosport og mörgu fleiru,“ er haft eft­ir Christ­inu í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert